Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bikar-æfingakeppni í Álfsnesi

SKRÁNINGU LÝKUR KL 22:00 Í KVÖLD SUNNUDAG.

Bikar-æfingakeppni verður haldin í Álfsnesbraut Mánudaginn 27.06.11.     Skráning er hér. Skráningarfrestur til 22:00 Sunnudag 26.06.11.

Dagskrá er einföld, 85cc kk og kvk, kvennaflokkur, B flokkur,  40+ og 50+ flokkar keyra í 2 x 10 mín + tveir hringir. Unglinga, Mx2 og MxOpen keyra 2×15 mín + tveir hringir. Kostnaður er kr 3000 fyrir keppanda.

Skoðun frá 18:00 – 19:00.  1. Moto 19:15. Nánari dagskrá þegar fjöldi keppenda er staðfestur. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka í moto ef þurfa þykir. Keppendur / aðstandendur sjá um flöggun.

Nitró verður með sértilboð á leigusendum fyrir þá sem vilja prófa að taka þátt, 3000 kr fyrir fullorðna og 2000 kr fyrir yngri en 16 ára. Ath Nitro sér alfarið um leigusendana, hafið samband þangað til að fá upplýsingar.

Gaman saman.

Álfsnesbraut opnunartímar yfir helgina.

Laugardag og Sunnudag: 10:00 – 17:00. EFtir kl 17:00 báða dagana verðum við með öfluga vökvun í brautinni.    Mæta snemma og eiga góðann dag í brautinni.

Brautarstjórn.

Motomos 3 ára

 

Í tilefni 3 ára afmælis Motomos brautarinnar ætlar Balli brautarvörður að halda upp á afmælið föstudaginn 17 júní.  Brautin verður vökvuð og nýlöguð,  og brautin opnar kl 14:00.   Eins og áður er frítt að hjóla þennan dag og boðið verður upp á pylsur og gos.   Vonumst til að sjá sem flesta 🙂

Opnun á Álfsnesbraut

Wippin dippin, skrubbin dubbin.

Það var gaman að sjá hversu ánægðir ökumenn voru í Álfsnesbraut í dag. Allir himinlifandi með útfærslurnar sem Reynir var að setja í brautina. Svo ekki sé talað um að keyra í moldarbraut.  Minni á miða eða kort í brautina, annað er bannað.

Opnunartímar Brauta hjá VÍK:

Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:

  • Þriðjudagar 16-21
  • Fimmtudagar 16-21
  • Laugardagar 10-17
  • Sunnudagar 10-17
  • Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
  • Endúróbrautin er alltaf opin.

Opnunartímar í Álfsnesi

Fjölskylduafsláttur á árskortum

Eins og í fyrra bíður VÍK fjölskyldum afslátt á árskortum í brautir ef keypt eru fleiri en eitt kort. Allir sem kaupa fjölskyldukort þurfa að vera með heimilisfang á sama stað. Hafið samband við birgir@prent.is og leggjið inn pöntun.

Afslátturinn er veittur
við kaup af fleiri en einu korti:
Verðdæmi
Ef keypt eru 3 kort –
afsláttur af öllum kortum 10%
2 kort = 5 % afsláttur
3 kort = 10% aflsláttur
4 kort = 15% afsláttur
Stórt hjól 24.000 kr.
Lítið hjól 12.000 kr.
Lítið hjól 12.000kr.
Samtals 48.000 kr.
afsláttur -4.800 kr.
Þú greiðir 43.200

 

Sænskur ökumaður með námskeið á Íslandi

Linus á æfingu í Saxtorp

Einn hraðasti ökumaðurinn í Svíþjóð kemur til Íslands til að keppa í fyrstu umferðinni í Motocrossinu á Sauðarkróki, hann mun lenda á Íslandi daginn fyrir Klaustur og vera á landinu í 12 daga. Hann mun fylgjast með keppnini á Klaustri og verður svo staddur í Reykjavík vikuna fyrir Sauðarkrók og vikuna eftir Sauðarkrók.

Ökumaðurinn heitir Linus Sandahl og hefur keppt í World Mini GP og endaði þar í sjötta sæti, hann hefur lítið búið í Svíþjóð síðustu ár, hann var á saminingi hjá MX Heaven í Californiu þar sem hann bjó, keppti og sótti skóla í nokkra mánuði.

Lesa áfram Sænskur ökumaður með námskeið á Íslandi