Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Motomos opnar.

 

Motomos opnar á morgun, miðvikudag 11. maí og verður opin frá kl 16:00 – 21:00.  Brautargjaldið er óbreytt 1.000 kr og miðar fást á N1 í Mosfellsbæ.   Brautin er í góðu standi fyrir utan 2 blauta staði, tilvalið til að stökkva yfir 🙂

Opnunartímar Motomos í sumar verða auglýstir síðar.
Góða skemmtun og sjáumst á morgun 🙂

Leiga á tímatökusendum

Leiga á tímatökusendum verður í Nítró í sumar eins og undanfarin ár. Þeir sem ætla að leigja sendi í sumar VERÐA að ganga frá leigunni í Nítró fyrir kl. 18 á föstudögum. Ekki verður hægt að leigja sendi á staðnum! Einnig verða þeir sem leigja sendi að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir honum. Þeir sem ekki skila sendi innan þriggja daga frá keppni verða rukkaðir um fullt verð sendis (ca. 70.000,- kr.) Leigjandi ber einnig fulla ábyrgð á sendinum meðan hann hefur hann í útleigu.

Eitt gamalt og gott

Raggi, Viggó og Reynir börðust hart um titlana fyrir nokkrum árum. Hér er eitt gamalt video úr þættinum Nítró á Skjá Einum, árið er (líklega) 2002.2000.


Brautarsmíði í fullum gangi á Egilsstöðum

Allt á fullu á Egilsstöðum

Það er gaman að segja frá því að nú er verið að búa til motocross braut á Egilsstöðum. Gröfur og jarðýtur eru byrjaðar að móta brautina á nýju svæði sem AÍK Start hefur tekið á leigu.

Svæðið er 6 km. utan við bæinn á mjög góðum stað og verður brautin meðal annars notuð á unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina.
Þetta verður framtíðarbraut sem verður í fullri stærð og með öllu sem til þarf til að halda keppnir og æfingar.

Kveðja,
Stebbi lyng
Ritari AíK Start

 

 
Lesa áfram Brautarsmíði í fullum gangi á Egilsstöðum

Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Sumarið byrjar formlega í dag þegar Heimsmeistarakeppnin í Motocrossi hefst  með keppni í Búlgaríu. Tímatökur eru MX1 og MX2 í dag en kvennakeppnin verður í heild sinni í dag (sjá dagskrá neðar). Eins og vanalega er talsverð spenna fyrir keppnina og menn farnir að svitna af stressi.

Í ár verður Bryndís Einarsdóttir líklega okkar eini keppandi í Heimsmeistarakeppninni. Hún verður númer 66 eins og áður og um helgina verður eina kvennakeppnin sem sjónvarpað verður. Bryndís hefur ekki hjólað mikið í vor eftir meiðsli sem hún hlaut í janúar en nú er allt að komast á skrið.
Eyþór Reynisson mun keppa í völdum keppnum í Evrópumótaröð 21 árs og yngri (EMX125) sem er keyrð samhliða nokkrum MX1 keppnum og verður möguleiki að sjá hann eitthvað í sjónvarpi.

Fjórfaldur heimsmeistari Antonio Cairoli þarf að verja titilinn frá landa sínum David Philippaerts, Belganum Clement Desalle, liðsfélaganum Max Nagl og Ben Townley sem nýkominn er frá Ameríku, til að nefna einhverja. Ef Cairoli nær fimmta titlinum er hann kominn upp við hlið Joel Smets, Georges Jobe, Eric Geboers og Roger De Coster í fjölda titla.

Þjóðverjinn Ken Roczen er talinn líklegastur til að sigra í MX2 flokknum þó svo mikið af hæfileikaríkum ungum strákum muni gefa allt sitt í að sigra. Meistari fyrra árs, Marvin Musquin, ætlar að spreyta sig í Ameríku í sumar.

Lesa áfram Keppnistímabilið í Evrópu byrjar í dag

Hjálmar Jónsson valinn íþróttamaður Austurlands

Hjálmar Jónsson tekur við verðlaununum

Hjálmar Jónsson var í gær kjörinn Íþróttamaður ársins 2010 hjá ÚÍA (Ungmenna og íþróttasambandi Austurlands). Kjörið var tilkynnt á sambandsþingi ÚÍA sem haldið var á Eskifirði.

Hjálmar Jónsson # 139  kemur frá Egilsstöðum, en eins og flestir vita sem fylgjast með sportinu þá stóð Hjálmar sig vel á síðastliðnu sumri og var meðal annars valinn í landsliðið og keppti fyrir Íslands hönd á Motocross of Nations sem haldið var í USA síðastliðið haust, og þar stóð hann sig einnig með sóma. Hjálmar hefur alla tíð keyrt fyrir Honda en hefur nú ákveðið að skipta um hjólategund og mun keyra  á Suzuki RMZ 450 2011, og hann kveðst spenntur fyrir næstkomandi tímabili.

kveðjur að austan,
Jón Kristinn