Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Félagsgjöld 2011 í Motomos

Það er komið að því að greiða félagsgjaldið og styrkja félagið ykkar.  Verðið fyrir árið 2011 er 4.000 kr á einstakling og 8.000 fyrir fjölskylduna.
Fyrir þá sem greiða fyrir 15 mars ætlar Pukinn.com að gefa flott límmiðakitt á fram númera plötu, á límmiðann geturðu sett nafn, númer og að sjálfsögðu verður Motomos logoið líka 🙂  og einnig færðu 1 miða í Motomos brautina fyrir hvert kort.  Límmiðann og miðann í brautina geturðu náð í Pukinn.com þegar félagsskírteinið kemur heim í pósti. Félagsskírteinið veitir þér afslætti hjá fjölda fyrirtækja.
Félagsgjald fyrir árið 2011 er 4.000 kr.

Sýnishorn

Veittur er fjölskylduafsláttur til þeirra sem hafa sama lögheimili. Gjaldið fyrir fjölskyldu er 8.000 kr.
Til að gerast félagsmaður MotoMos þarf að leggja inná reikning 0315-13-301354,
kennitala MotoMos er 511202-3530.

Setjið í skýringu með greiðslu, kennitölu þess sem greitt er fyrir.

Ef menn/konur vilja greiða 8.000 kr fyrir alla fjölskylduna, vinsamlega sendið
póst á motomos@internet.is með nafni og kennitölu allra fjölskyldumeðlima.

Félagsskírteinið verður sent innan 2 vikna eftir að  þú hefur greitt.  Ef það berst ekki þá vinsamlegast sendið okkur póst á motomos@internet.is

Skráning í Klausturskeppnina hefst 10. mars og þá verða allir keppendur að hafa greitt félagsgjald í sitt félag.

Liðakynning: Team KTM Red Bull

Einar Sigurðarson er nú liðsstjóri hjá KTM

Team KTM á Íslandi eru klárir í tímabilið 2011. Liðið er að vakna uppúr dvala síðustu tveggja ára. Liðið er með ökumenn í öllum flokkum og allir ökumenn liðsins eru staðráðnir í að gera sitt besta fyrir liðið, styrktaraðila og auðvitað fyrir sig sjálfa,  allt eru þetta ökumenn sem ættu að geta unnið keppnir og staðið sig vel.

Ökumenn liðsins hafa sett sér markmið varðandi árangur í sumar, árangur felst ekki bara í því að liðsmenn sýni góðan árangur í keppnum, heldur ekki síður í því að allir liðsmenn sýni góðan liðsanda og geri sitt besta innan brautar sem utan.

Keppnislið KTM mun að öllu leiti gæta þess að vera góð fyrirmynd fyrir þá hópa sem íþróttin höfðar mest til, í mótum, á æfingum og þess utan.

Ökumenn liðsins  eru: Lesa áfram Liðakynning: Team KTM Red Bull

ATH!! ENGIN ÆFING Í REIÐHÖLLINNI Í DAG!!!

Hundaræktunarfélagið er með húsið í allan dag, sunnudag, og því engin æfing í dag, og líklega ekki næstu sunnudaga. Ég talaði við manninn sem sér um húsið og ætla að hitta hann á morgun og reyna að fá annan tíma fyrir krakka æfingarnar.

Afsakið þetta.

Kveðja,

Helgi Már

Keppnisdagatal 2011

MSÍ hefur tilkynnt keppnisdagatal fyrir árið 2011 með fyrirvara um breytingar.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 29. Janúar. Íslandsmót Rvk / Ólafsfj. / Mývatn VÓ / AM
Enduro Cross 5. Febrúar. Íslandsmót Reykjavík / Reiðhöllin VÍK
Ís-Cross 19. Febrúar. Íslandsmót Rvk / Akureyri / Mývatn VÍK / KKA / AM
Ís-Cross 19. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Enduro/CC 14. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 28. Maí. Off-Road Klaustur VÍK / MSÍ
MX 4. Júní. Íslandsmót Sauðárkrókur VS
Enduro/CC 18. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 2. Júlí. Íslandsmót Reykjavík Álfsnes VÍK
MX 23. Júlí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 31. Júlí Unglingamót Egilsstaðir UMFÍ / MSÍ
MX 6. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 8.-13. Ágúst. Alþjóðlegt Finnland FIM / Finnland
MX 20. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 3. Sept. Íslandsmót Sauðárkrók / Suðurl. VS / VÍK
MX 17.-18. Sept Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Frakkland
Árshátíð 12. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSI

Hér er svo slóð á dagatalið á PDF formatti

Lögin samþykkt

logo_sm.gifHið háttvirta Alþingi Íslendinga hefur samþykkt breytingar á lögum um vörugjöld af bifreiðum og bifhjólum (sjá frétt hér). Lögin höfðu talsverða þýðingu fyrir þá sem stunda íþróttir á mótorhjólum því vörugjöld af sérsmíðuðu keppnishjóli(ekki til notkunar á götum) hefur hér með verið fellt niður.

Búast má við að motocrosshjól muni fljótlega lækka í verði um sirka 20% og verður að teljast líklegt að motocrossið og enduroið muni eflast talsvert í kjölfarið. Þetta mun eflaust gefa fleirum kost á að stunda íþróttina, ungum sem öldnum. Einnig inní lögunum er ákvæði um að rafmagnshjól séu undanþegin vörugjaldi þannig að þau ættu einnig að lækka í verði og verða að raunverulegum kosti í sumum tilvikum

Lesa áfram Lögin samþykkt

Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi

logo_sm.gifÍ tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár hefur Alþingi unnið í breytingum á vörugjöldum meðal annars á mótorhjólum. Í dag lagði meirihluti efnahags- og skattanefndar fram breytingartillögu á frumvarpinu sem gæti ollið straumhvörfum í motocross íþróttinni á Íslandi. Lagt er til að vörugjöld verði felld niður á motocrosshjólum eða eins og þetta hljóðar í frumvarpinu

Ökutæki undanþegin vörugjaldi:….Sérsmíðaðar keppnisbifreiðar og keppnisbifhjól sem eru skráð sem slík og einungis notuð í skipulögðum keppnum og æfingum á vegum samtaka akstursíþróttamanna…

Keppnisbifreiðarnar hafa verið þarna inni í nokkur ár en íþróttamenn á mótorhjólum fá loksins þá sanngjörnu meðferð sem aðrir íþróttamenn hafa hlotið í lengri og skemmri tíma. Nú verðum við bara að vona að Alþingi samþykki þetta frumvarp með þessa breytingu inni.

msi_stort.jpgFyrir hinn venjulega motocrossmann mætti áætla að hjólin myndu lækka um 20%, en ekki eru hin venjulegu endúróhjól á hvítum númerum talin með. Önnur klausa er áhugaverð í frumvarpinu en hún er um að öll rafmagnshjól verða vörugjaldslaus og má teljast nokkuð öruggt að sú klausa komist í gegn.

Lesa áfram Tímamótafrumvarp fyrir Alþingi