[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xxiFgGx_7Ck&NR=1[/youtube]Það hefur lengi verið í umræðunni hve illa það fer í hross að mæta vélhjóli. Það má heldur ekki draga neitt úr nauðsyn þess að vélhjólafólk síni ítrustu varfærni þegar reiðmenn eru í nánd. Við vélhjólafólk getum alltaf drepið á hjólunum og látið fara lítið fyrir okkur ef þarf – en reiðfólk hefur ekki sömu möguleika. Hrossin eru misjöfn og á þeim verður ekki slökkt. Það er því gríðarlega mikilvægt að rétt sé staðið að samskiptum hjóla og hrossa (sjá frétt hér á undan).
Hér er hins vegar skemmtilegt myndband frá Evrópu sem sýnir að með réttri æfingu þá er ýmislegt mögulegt.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
Akstur á Bolaöldusvæðinu
Það er kannski þegar komið í gleymskubókina hjá mörgum – en það eru samt ekki nema fimm ár síðan VÍK fékk afnot af Bolaöldusvæðinu. Fram að þeim tímapunkti var ekkert svona svæði aðgengilegt og samningurinn við Ölfuss um afnot af svæðinu kærkominn tímamótagjörningur.
Samningurinn var hins vegar ekki á þeim nótunum að við mættum sprauta um allt svæðið og spóla það í klessu á núll komma þremur!
Af gefnu tilefni er fólk beðið um að halda sig við slóðana sem eru á svæðinu og búa alls ekki til nýja. Sérstaklega er beðið um það í samningnum, að ekki sé keyrt upp í Ólafsskarðið. Vinsamlegast hjálpið til við að virða þessi tilmæli.
Er ekki annars bara allt gott að frétta..!?
Æfingin á sunnudaginn frestast!
Vegna hundasýningar sem er í reiðhöllinni á sunnudaginn frestast krakka æfingarnar fram á miðvikudag. Þá eru 50/65cc kl 18, og 85 kl 19.
Sjáumst hress og kát á miðvikudaginn!
Kveðja,
Gulli og Helgi Már
Íslenskt landslið á ISDE 2011?
Formannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.
- Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
- Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
- Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
- Klaustur verður 21. maí
- 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
- Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
- 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.
Hvað finnst fólki um þessa punkta?
Skráning í Kreppukrossið lýkur á miðnætti
Skráning í hið heimsfræga kreppukross lýkur á miðnætti í kvöld. Við hvetjum alla til að skrá sig og taka þátt í þessari hressu og skemmtilegu keppni. Flokkar fyrir alla og flott verðlaun í þeim öllum.
Brautin verður lokuð á morgun, föstudag, þar sem hún verður gerð klár fyrir keppnina
Skráningin er hér
Skráning hafin í kreppukeppni
Hin árlega Kreppukeppni verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 23.október. Brautin er í toppformi og hefur nýlega verið tjúnnuð upp og tekin í gegn.
Keppt verður í 85cc, B 40+, B flokki, MX-Kvenna, MX-Unglinga, MX-2 og MX-Open flokkum. Minnst 3 keppendur þurfa að vera skráðir í flokk til þess að viðkomandi flokkur telji til verðlauna
Skráningargjaldið er aðeins 3000 krónur og er líklegt að allt verði fullt af flottum verðlaunum eins og venjulega. Skráningin er á www.msisport.is. Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 21.10
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.