Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Hjóladagur á Selfossi á morgun laugardag

Getur þetta orðið eitthvað betra?

Selfyssingar ætla að vakna snemma í fyrramálið, græja brautina og bjóða svo öllum sem vilja að koma að hjóla klukkan 11. Brautin er auðvitað í góðu standi og búist er við nokkuð góðri mætingu.

Munið eftir að kaupa miða í Pylsuvagninum

Smellið hér fyrir facebook síðu hjóladagsins

Mxon video

Monster Energy – Mx of Nations 2010 from Mike Neale on Vimeo.

Hjálmar í 22. sæti í B-úrslitum – Ísland í neðsta sæti

Hjálmar Jónsson endaði í 22.sæti í B-úrslitum á Motocross of Nations í dag. Gylfi Freyr Guðmundsson hætti keppni eftir aðeins einn hring eftir að hafa verið keyrður niður í fyrstu beygju og vatnskassinn fór að leka.

Ekki var möguleiki á góðum úrslitum eftir að Gylfi datt út því Eyþór gat ekki keppt sökum meiðsla í B-úrslitunum.

Eyþór meiddur – Gylfa og Hjálmari gekk vel

Gylfi í startinu -Smellið á myndina fyrir veggfóður

Eyþór Reynisson lenti í óhappi á æfingu í Motocross of Nations í gærkvöldi. Hann krassaði hressilega og fékk höfuðhögg og blóðnasir. Reglurnar eru þær ef líkur séu á heilahristing eru engir sénsar teknir. Eyþór hafði verið með 28. tímann á MX2 æfingunni en náði ekki að taka þátt í undanriðlinum.

Gylfi endaði í 24.sæti af 30 ökumönnum í undanriðlinum fyrir MX1.

Hjálmar var í 23. sæti af 30 keppendum í MX Open.

Drengirnir tveir keppa í B-úrslitum í dag.
Lesa áfram Eyþór meiddur – Gylfa og Hjálmari gekk vel

MXoN í beinni

Bein útsending verður á netinu frá Motocross of Nations. Einungis hefur verið auglýst að sýnt verði frá A-keppninni á sunnudeginum. Það er eins og í fyrra en samt var B-keppnin sýnd utan dagskrár, við verðum að vona það sama í ár þ.e.a.s. ef Ísland kemst ekki í A-keppnina.
Útsendingin verður ókeypis hér á vefnum hjá okkur, hjá Freecaster.tv, hjá motocrossmx1.com og fleiri síðum.
Einnig er hægt að sjá útsendinguna í HD en það kostar 6 Evrur (sirka 1000 kall).

Íslenska liðið í aðalhlutverki í Vurbmoto videoi

Í framhaldi af fréttinni í Vurbmoto í gær er hér video um MXoN keppnina, ameríska liðið kemur aðeins við sögu en svo er auðvitað Team Iceland tekið fyrir…