Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

Kári Jónsson
Kári varð sérstaklega sigursæll á árinu en hann varð bæði Íslandsmeistari í MX1 flokki í motocrossi og í EnduroCC.

Kári Jónsson og Karen Arnardóttir voru um helgina valin Aksturíþróttamaður- og kona ársins á lokahófi MSÍ.

Verðlaun 2013 Uppskeruhátíð MSÍ 9.11. 2013

Enduro:
Íslandsmót 2013 Enduro CC
Íslandsmeistari Kári Jónsson
2. Sæti. Guðbjartur Magnússon
3. Sæti. Haukur Þorsteinsson

Íslandsmót 2013 Enduro Baldursdeild
Íslandsmeistari Haraldur Björnsson
2. Sæti. Guðmundur Óli Gunnarsson
3. Sæti. Viggó Smári Pétursson

Íslandsmót 2013 Enduro CC 40+
Íslandsmeistari Ernir Freyr Sigurðsson
2. Sæti. Birgir Már Georgsson
3. Sæti. Magnús G Helgasson
Lesa áfram Kári og Karen Akstursíþróttafólk ársins 2013

MXoN 2013 lokið

Eyþór á flugi

Lánið lék ekki við íslenska liðið á Motocross of Nations sem haldið var um helgina í Teutchental í Þýskalandi.

Keppnin var haldin 67. sinn en 40 lið mættu til leiks sem er fleiri en nokkru sinni fyrr. Tveir ökumenn hjá Íslandi lentu í óhöppum í undanrásum sem varð til þess að liðið varð ekki meðal þeirra 32 liða sem komust áfram í sunnudagsdagskránna, en þetta var í fyrsta sinn sem það gerist í þau 7 skipti sem Ísland hefur tekið þátt.

Kári Jónsson var fyrstur Íslendinganna að keppa. Hann var að keyra vel en á síðasta hring lenti hann í óhappi þegar hann skall saman við annan ökumann í stökki. Í lendingunni duttu báðir og þegar Kári stóð upp kom þriðji ökumaðurinn og keyrði Kára niður aftur. Kári náði þó að klára en hafði þá fallið úr 30. sæti niður í það 34.

Lesa áfram MXoN 2013 lokið

Styrktarmóti landsliðsins í motocrossi frestað um sólahring!

Búið er að fresta styrktarkeppninni sem átti að fara fram upp í MotoMos í dag vegna veðurs.  Já, veðurguðirnir eru sportinu ekki hliðhollir í sumar, ef sumar skyldi kalla, og er mikill vinstrengur upp í MotoMos sem getur stefnt keppendum í hættu.  Keppninni hefur því verið FRESTAÐ um SÓLAHRING og gildir dagskrá dagsins fyrir morgundaginn.  Miklu betri spá er fyrir morgundaginn og gengur vindur verulega niður í kvöld og er spáð sól og alles á morgun.  Þannig að ef þið eruð ekki lögð af stað nú þegar og sjáið þetta, að þá LEGGIÐ EKKI AF STAÐ og LÁTIÐ AÐRA VITA SEM ÞIÐ VITIÐ AÐ ERU AÐ FARA AF STAÐ.  Mætum svo „ligeglad“ á morgun, miðvikudaginn 18 september og höfum gaman af þessu öllu saman

Síðasta keppni Íslandsmótsins í motocrossi 2013 að baki

Nýi kaflinn í Bolaöldu var farinn að þorna í lok keppni ... og hver segir að það myndist ekki röttar á Íslandi?
Nýi kaflinn í Bolaöldu var farinn að þorna í lok keppni … og hver segir að það myndist ekki röttar á Íslandi?

Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í MX Open flokki í síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fram fór í Bolaöldu í dag. Vélhjólaíþróttaklúbburinn hélt keppnina en hún átti að fara fram í gær laugardag en var frestað vegna veðurs. Aðstæður voru mun betri í dag, gola en skúrir annað slagið sem auk rigningarinnar frá því í gær gerði það að verkum að brautin var vel blaut á köflum. Það olli keppendum þó ekki stórum vandræðum en einn og einn tók þó jarðvegssýnishorn til öryggis en stórslysalaust sem betur fer.

Sigurvegarar dagsins voru Sölvi Borgar Sveinsson verðskuldað í Mx Open eftir flottan akstur, Guðbjartur Magnússon sigraði í MX2 og Unglingaflokki og landaði þar með Íslandsmeistaratitli. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn örugglega og varð jafnframt Íslandsmeistari rétt eins og Viggó Smári Pétursson í 85 flokki en Ragna Steinunn Arnarsdóttir sigraði 85 flokk kvenna en þar varð Gyða Dögg Heiðarsdóttir Íslandsmeistari. Í heldri flokki 40+ manna sigraði Gunnar Sölvason með stæl en Íslandsmeistaratitilinn þar átti Haukur Þorsteinsson skuldlaust eftir öruggan akstur.

Nánari úrslit og lokastaðan í Íslandsmótinu er hér fyrir neðan Lesa áfram Síðasta keppni Íslandsmótsins í motocrossi 2013 að baki

Motocross í Bolaöldu á morgun laugardag 7.9.13

5. og síðasta umferðin í motocrossi þetta sumarið fer fram á svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins í Bolaöldu á morgun. Tímatökur hefjast kl. 10.30 og fyrsta keppni um kl. 12. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera brautina sem allra besta og verður spennandi að sjá hvernig brautin keyrist í keppni á morgun. Um 75 ökumenn eru skráðir til keppni í fimmflokkum. Spennan er gífurleg í MX Open þar sem Kári Jónsson getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil í motocrossi og þá mögulega sigrað tvöfalt í ár en hann er líka efstur í Íslandsmótinu í Enduro ECC. Hvernig sem fer þá verður hörkukeppni á morgun. Gert er ráð fyrir þokkalega veðri fyrripart og nú er bara að vona að veðrið haldist gott fram á kvöld og við sleppum við að vera með fjórðu drullukeppnina í sumar – 7 – 9 -13 🙂

 

Landslið Íslands 2013

Ingvi Björn hefur keppt erlendis í allt sumar

Stjórn MSÍ hefur samþykkt samhljóða tillögur Gunnlaugs Karlssonar landsliðsstjóra um val á landsliði til þáttöku á Motocross of Nation sem fer fram helgina 28. og 29. September í Teutschenthal í Þýskalandi.

Team ICELAND 2013

MX-1 / Kári Jónsson. Kári leiðir Íslandsmótið í MX opnum flokki og er sjálfkrafa valinn í liðið samkvæmt reglum MSÍ. Kári er 25 ára, hann er margfaldur Íslandsmeistari í Enduro og hefur tvisvar keppt fyrir Íslands hönd í International Six Days Enduro í Finnlandi og í Þýskalndi, hann keppti einnig með landsliðinu í Motocross of Nation í Frakklandi 2011

MX-2 / Ingvi Björn Birgisson. Ingvi Björn er 17 ára og hefur verið við keppni og æfingar frá áramótum erlendis og hefur keppt í ýmsum mótum í Bandaríkjunum, Belgíu, Svíþjóð og Noregi. Hann hefur verið við æfingar með úvalshópi Norska keppnissambandsins frá því í mars undir handleiðslu Keneth Gunderson landsliðsþjálfara Noregs. Ingvi Björn keppti í 3. umferð Íslandsmótsins á Akranesi þar sem hann fór með sigur af hólmi í MX2 flokki. Ingvi Björn var í landsliðinu 2012 og keppti í MX-2 flokknum á Motocross of Nation í Belgíu.

MX-Open / Eyþór Reynisson. Eyþór er 21 ára en hann hefur keppt á 450 hjóli í sumar með góðum árangri og er einn hraðasti ökumaður landsins. Eyþór er margfaldur Íslandsmeistari í Moto-Cross og hefur tvívegis keppt með landsliðinu á Motocross of Nation í Bandaríkjunum árið 2010 og í Frakklandi árið 2011.

Liðstjóri / Gunnlaugur Karlsson. Gunnlaugur hefur verið landliðsstjóri síðan árið 2011. Hann hefur mikla keppnisreynslu og keppti sjálfur með landsliðinu í Motocross of Nation árið 2009 á Ítalíu.