Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Team Iceland í heimspressunni

Ein af myndunum úr greininni

Motocross tímaritið Vurbmoto birti í gær frétt um strákana okkar með fyrirsögninni „Livin’ the dream“. Greinin segir frá ævintýrum liðisins fram að þessu í undirbúningi fyrir MXoN sem hefst á morgun.

Smellið hér fyrir greinina

Lokað í Motomos í kvöld !

Það er lokað í Motomos í kvöld vegna lagfæringar.  Opið á morgun frá kl 10-21.

Old boy´s æfing í Motomos í kvöld

Old boy´s og B æfing í Motomos í kvöld kl 18:00. Allir velkomnir, kostar ekkert að vera með, bara mæta með miða ;-)Skemmtilegast er að sem flestir mæti, komin fín aðstaða, kaffi og klósett:)  Sjáumst hress.    Ætlum að vera með þessar æfingar 2 í viku, á miðviku og sunnudögum á meðan veður leyfir.  Æfingarnar snúast aðalega um að hjóla saman, leynitrikk rædd og síðan höfum við tekið 3-4 moto, með starti.  Ofsa gaman 🙂

Ameríska liðið með smá kynningarmyndband

Kaninn kann að búa til kynningarmyndbönd, hér er þeirra framlag fyrir MXoN.

Landsliðið verður á Kawasaki!

Strákarnir komnir á fyrstu æfinguna á nýju hjólunum

Eftir miklar hremmingar við að útvega keppnishjól fyrir MXoN hefur landsliðið loksins náð að ganga frá hjólamálum. Strákarnir munu allir keyra á Kawasaki eftir að liðið komst í samband við Kawasaki söluaðila í Denver sem útvegar þeim keppnishjól og ýmislegt fleira.

Old boy´s í Motomos sunnudag.

Jæja þá er komið að sunnudagsæfingunni hjá okkur, old boy´s og B ökumenn.  Mæting kl 11,  sjáumst í Motomos.

Maður kemst ekki í landsliðið ef maður æfir ekki neitt 😉