Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Landsliðið komið út

Yfirsýn yfir æfingasvæðið

Íslenska landsliðið er komið á áfangastað í Colorado eftir 15 tíma ferðalag. Liðið gistir hjá fólki sem er með tvær einkabrautir í garðinum hjá sér, eina supercrossbraut og aðra motocrossbraut. Í dag sækja þeir hjólin sín og byrja æfingar og stillingar á græjunum.

Fylgist með landsliðinu á Facebook

Old boy´s æfing í kvöld í Motomos :)


Old boy´s og B æfing í Motomos í kvöld kl 18:00.  Allir velkomnir, kostar ekkert að vera með,  bara mæta með miða 😉
Skemmtilegast er að sem flestir mæti, komin fín aðstaða, kaffi og klósett:)   Sjáumst hress.

Opin umræða um keppnishald í sumar

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið og það er enn í fersku minni, ætlum við að opna fyrir umræðu um keppnirnar í sumar. Segið ykkar skoðanir hvort sem þær voru góðar eða slæmar, hvort sem þið voruð keppendur eða áhorfendur, hvort brautirnar voru góðar eða slæmar, hvort skipulagið var gott eða slæmt og svo framvegis.

Við erum að tala um allar keppnir; íscross, enduro, motocross, Klaustur og endurocross.

Reynum að forðast skítkast en koma heldur með hrós eða uppbyggilega gagnrýni.

Þakkir frá Landsliðinu

Íslenska landsliðið í motocross sem fer á MXON í september vill koma á framfæri kæru þakklæti til VÍK og allra þeirra sem með einum eða öðrum hætti komu að framkvæmd styrktarmótsins í Álfsnesi um síðustu helgi. Mótið tókst í alla staði mjög vel, brautin frábær, veðrið gott og allir í góða skapinu. Alls aflaði mótið kr. 244.000 í styrk fyrir landsliðið, sem án efa á eftir að koma í góðar þarfir í því stóra verkefni sem framundan er.

Nú hefur landsliðið sett upp vefsvæði á Facebook, þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála á undirbúningstímanum og einnig á meðan á ferðinni til Denver stendur. Slóðin er

http://www.facebookcom/#!/mxon2010teamiceland

Kveðja Stefán, landsliðseinvaldur

Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag

Það varð enginn fyrir vonbrigðum sem mættu í keppnina í Álfsnesi í dag. Sól, nánast logn og brautin í frábæru standi. Garðar var búinn að keyra yfir 100 þús. lítra af sjó og vatni í brautina og tók síðustu keyrslu eldsnemma í morgun. Brautin gat því tæplega verið betri. Yfir 60 keppendur voru skráðir til keppni í nokkrum flokkum, Heiðursmannaflokkurinn var nýjung og gaman að sjá nokkra spræka á besta aldri taka þátt þar. Keyrð voru tvö moto í hverjum flokki og allt gert til að jafna bilið á milli keppenda. Lesa áfram Frábær MXoN styrktarkeppni í Álfsnesi í dag

Motomos barnabraut.


Fyrir þá sem ætla að fara með gríslingana að hjóla um helgina, þá var barnabrautin tekin í gegn hjá okkur í gær, og hún ætti að vera í góðu standi:)