Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið

Uppfærsla:

Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!!  Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.

Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.

Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.

Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.

Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.

______________________________________________________________________________

Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.

Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.

Smelltu hér til að skrá þig

Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni

Aron Ómarsson

Ástæðan fyrir ákvörðun minni um að fara ekki út með landsliðinu þetta árið er ekki mjög flókin. Ástæðan er einfaldlega sú að ég er nýbúin að ráða mig í vinnu og er um leið að hefja dýrt nám, og vil því ekki setja mig í þá stöðu að eiga þá hættu á að bæta við mig reikningum sem gætu skapast eftir ferðina. Ég er búin að fara í síðustu þrjú skipti á Mxon fyrir hönd Íslands, og er það mín reynsla að þó svo að búið sé að safna styrktarfé fyrir ferðinni að þá er alltaf eitthvað sem hefur þurft að taka úr eigin vasa. Ákvörðun mín ákvarðast þó ekki eingöngu vegna þessa þó svo að það spili vissulega inní, þar sem að nú þegar er búið að gera kostnaðaraáætlun fyrir ferðina og er nú þegar nánast komið nógur peningur sem ætti að geta sent allt liðið út nánast að kostnaðarlausu. Ég hef ávallt lagt allt í sölurnar fyrir sportið, hætti í skóla 16 ára til fara að vinna og safna fyrir æfingarferðum til útlanda og öðru slíku og ég held að fæstir geri sér grein fyrir því hvað ég hef lagt mikið á mig til að ná þeim árangri sem ég hef náð. Lesa áfram Fréttatilkynning frá Aroni Ómarssyni

Aron fer ekki á Motocross of Nations

MSÍ hefur gefið út tilkynningu um nýtt landslið þar sem Aron Ómarsson hefur dregið sig úr landsliðshópnum. Í staðinn hefur Gylfi Guðmundsson #9 tekið hans sæti og mun fara út ásamt Eyþóri Reynissyni og Hjálmari Jónssyni.

Þetta er mikill missir fyrir íslenska liðið þar sem Aron hefur haft talsverða yfirburði hér á landi undanfarið og staðið sig hvað best fyrir Íslands hönd á MXoN hingað til.

Keppnin fer fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum 25. og 26. september.

Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er ný yfirfarin og í flottu standi. Reynir tók góða yfirferð með ýtunni í síðustu viku. Muna eftir að miðunum eða árskortunum. Það verður strangt eftirlit.

Bikarkeppni verður haldin þar næstkomandi Laugardag. Allur afrakstur þeirrar keppni rennur til styrktar MXON faranna okkar. Uppl. um skráningu og dagskrá kemur hér á vefinn bráðlega.

ATH þetta verður skemmtikeppni með alvarlegu ívafi. Hvetjum alla hjólara til að mæta. Boðið verður uppá flokka fyrir alla. Meira að segja fyrir þá sem eiga rykfallna 550 2t tuggu inn í skúr.

Stefnum að skemmtilegum degi sem í leiðinni hjálpar strákunum okkar í að kljúfa fjárhagsvegginn í því að keppa fyrir okkar hönd.

Það verður gaman að sjá hvort að Torfi gull þori að mæta, Kalli Motoforingi, Píparagengið og margir aðrir fyrrverandi meistarar???

Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

flag.jpgAron Ómarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í MXOpen í motocrossi með því að vinna bæði motoin í Bolaöldu. Aron var með talsverða yfirburði eins og í fyrri keppnum og enginn átti möguleika á að hrifsa af honum titilinn. Fletta þarf margar blaðsíður aftur í sögubókunum til að finna Íslandsmeistara sem vann á fullu húsi stiga, en elstu menn þykjast muna að Ragnar Ingi Stefánsson hafi gert það á síðustu öld einhverntíma.
Eyþór Reynisson skaust uppfyrir Hjálmar Jónsson með því að ná öðru sætinu í báðum motoum í dag, hann endaði tveimur stigum fyrir ofan liðsfélaga sinn í landsliðinu með því að ná fjórum stigum fleiri í dag.

Signý Stefánsdóttir tryggði sér titilinn í kvennaflokki þrátt fyrir bilanir í hjólinu í fyrra motoinu. Bæði frambremsan og gírkassinn voru að stríða henni.

Kjartan Gunnarsson náði að setja enn meiri spennu í Unglingaflokkinn með því að detta nokkrum sinnum í fyrra motoinu og ná aðeins í 18 stig. Í seinna motoinu gerði hann engin mistök og tryggði sér titilinn. Ingvi Björn Birgisson vann sitt fyrsta moto á árinu og Guðmundur Kort sína fyrstu keppni. Kjartan var aðeins 6 stigum á undan næsta manni

Guðbjartur Magnússon hefur unnið öll motoin í ár í 85 flokknum, nema það fyrsta þar sem hann endaði í öðru sæti.

Haukur Þorsteinsson var með fullt hús stiga fyrir þessa keppni í 40+ flokknum en náði ekki að klára árið með fullt hús þar sem Ragnar Ingi Stefánsson skráði sig í flokkinn í fyrsta skipti og sigraði í báðum motounum í dag.

Lesa áfram Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

Bolaöldubraut

Minnum á opnunartímann. 10:00 – 13:00. 17:00 – 22:00.

Brautin er lokuð á milli 13:00 – 17:00 vegna viðhalds.

Við verðum með miðaeftirlit í hliðinu næstu daga. Allir verða að vera með miða eða árskort Á HJÓLINU!
Miði eða árskort í bíl er ekki afsökun. Það er ekki í boði að taka prufuhring.

Brautin verður lokuð frá og með Fimmtudeginum fram á Sunnudag.

Vinnukvöld verður á Fimmtudagskvöldinu frá kl 18:00 – 20:30.

Heyrst hefur að Kalli, hamborgarakóngur, verði á svæðinu og muni hita upp grillið. Hvetjum félagsmenn til að mæta og vera með í skemmtilegum hópi.

Brautarstjórn.