Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bolaöldubraut

Bolaöldubrautin er í frábæru standi. Garðar er búinn að  græja og gera  brautina í dag. Náttúrulega vökvunarkerfið virkar líka alveg 100% . Frábært veður seinnipartinn í dag.

Brautin opnar kl 17:00. Í dag föstudag.

Opið um helgina til kl 18:00. Jafnvel aðeins lengur.

Ef einhver er svakalega þurfandi í að hjóla fyrr, þá er möguleiki á að ná samningum við Garðar með vinnu á móti hjóleríi.

Munið eftir miðunum.                           Brautarstjórn.

Fjör í Bolaöldubraut

Kjarri í útsýnisflugi.

Það var mikið fjör í brautinni sem margir elska að hata.  Brautin var mjög góð í kvöld enda var hún yfirfarin í gær. Allir pallar voru góðir og nýttu flottu stökkvararnir okkar það sér vel og sýndu listir sínar í loftinu.

Þess má geta að Garðar mætir aftur til vinnu á morgun og mun hamast í því að hafa brautina í nothæfu ástandi fram að keppni. Veðrið framundan ætti að gera það auðveldara. Lesa áfram Fjör í Bolaöldubraut

Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

flag1.jpgKeppnin í dag var góð og brautin í toppformi eins og alltaf hjá Norðanmönnum og svæðið í kring orðið flott.

Eftir verðlaunaafhendingu tilkynnti Stefán liðsstjóri liðið í MXoN í ár. Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag. Drengirnir fengu mikið klapp við tilkynninguna. Liðið er byrjað að safna styrktaraðilum og hefur Icelandair nú þegar ákveðið að styrkja liðið um flugmiðana vestur til Denver.

Liðið er eftirfarandi

  • MX1 – Aron Ómarsson
  • MX2 – Eyþór Reynisson
  • MX-Open – Hjálmar Jónsson

MX Open

  1. Aron Ómarsson (200 stig til Íslandsmeistara)
  2. Eyþór Reynisson (150)
  3. Gylfi Freyr Guðmundsson
  4. Hjálmar Jónsson (152)

Lesa áfram Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

Akureyringar og nærsveitungar: MOTOCROSS á morgun

Frá Akureyri

Tæplega 100 keppendur eru skráðir í 4. umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram á Akureyri á morgun laugardag. Akureyringar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og verða vitni að dýrðinni. Brautin er í toppformi og auðvitað mæta allir bestu ökumenn landsins til keppni og sýna sín bestu tilþrif – landsliðssæti eru í húfi.

Svo má líka benda á að það er metþátttaka í B-flokki þar sem gamlar hetjur úr bransanum draga fram gömlu taktana.

Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall og hér eru nokkrir tímar úr dagskránni:

  • B-flokkur kl:: 11.35
  • Kvennaflokkur kl. 12.00
  • 85 cc flokkur kl. 13.40
  • Unglingaflokkkur (125cc) kl. 14.05
  • MX-Open og MX2 kl. 14.30

Við hvetjum alla til að mæta snemma og njóta blíðunnar í fjallinu og fá sér flatböku og kók í bauk í sjoppunni.

Mótocross á ruv.is

Við eru svo heppin að hafa sportið okkar á RÚV. En útsendingin  var á frekar óhentugum tíma í gærkvöldi.

En það er ekkert mál. HÉR er beinn tengill á RÚV.