Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Loksins langtímasamningur um Sólbrekkubraut

Guðlaugur H. Sigurjónsson og Ásgrímur Pálsson við undirritun samningsins

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þann 22.júlí s.l. samning við Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness um leyfi til tímabundinna afnota á Sólbrekkusvæðinu auk stækkunar. Samningurinn gildir til 31.maí 2017 með möguleika á framlengingu.

Samningurinn er sannkallaður tímamótasamningur fyrir VÍR því í mörg ár hefur brautin verið á skammtímaleyfum. Uppbygging á aðstöðunni við brautina mun eflaust taka kipp eins og menn hafa séð byrja í sumar enda hefur VÍR marga öfluga liðsmenn innanborðs.

Motomos í toppstandi.

Jæja nú er brautin í góðu standi, fullkomið rakastig,  hittum 2 sem voru brosandi út að eyrum að hjóla  😉

Muna svo bara eftir miðum á N1 í Mosó.

Styttist í að MXoN liðið verði valið

Mynd: MXSport.is
Verðlaunapallurinn frá Sólbrekku - Verður þetta MXoN liðið í ár?

Liðið fyrir Motocross of Nations verður valið eftir aðeins eina umferð í Íslandsmótinu í motocrossi. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Aron Ómarsson fái tvo nýja liðsfélaga með sér þetta árið, þá Hjálmar Jónsson og Eyþór Reynisson. Eyþór Reynisson er með góða forystu í MX2 flokki og Hjálmar Jónsson er með ágætt forskot í öðru sætinu í MX-Open.

Samkvæmt upplýsingum frá MSÍ verður Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur líkt og í fyrra.

Keppnin verður haldin eftir tvo mánuði eða 25. og 26. september í Thunder Valley motocross Park í Denver í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Þeetta er í 64.skiptið sem keppnin er haldin en Ísland hefur tekið þátt frá árinu 2007.

Keppnin verður í Frakklandi árið 2011 og Belgíu 2012

Bolaöldubraut.

Næstkomandi Þriðjudag. 27.07.2010. verður Stóra brautin LOKUÐ vegna viðhalds.

Vinnukvöld verður í brautinni eftir að ýtan og grafan verða búin með sitt hlutverk. Vinnan hefst .kl 19:00 – 21:00 Það þarf að taka til hendinni með ýmis verk. M.a að hreinsa alla stóra steina sem koma upp, laga til meðfram brautinni og ýmislegt sem fellur til. Nú er tækifærið til að koma og sýna félgasandann. Boðið verður uppá veitingar fyrir þá sem koma og hjálpa til.

Aron í sérflokki í Sólbrekku í dag.

flag5.jpgJames „Robo“ Robinsson náði holuskotinu í báðum mótóunum í MX Open flokki í þriðju umferðinni í Íslandsmótinu í Motocrossi á Sólbrekkubraut í dag.  Ekki náði hann að halda forystunni lengi því Aron Ómarsson tók fljótt framúr honum og hélt forystunni til enda í báðum motounum. Enginn náði að ógna Aroni í dag.

Signý Stefánsdóttir var með mikla forystu í kvennaflokki en helstu keppinautar hennar úr síðustu keppnum voru frá keppni.

Gott veður var á staðnum en brautin var frekar þurr en rigningin lét ekki sjá sig þrátt fyrir spá þar um. Brautin er orðin nokkuð flott eftir að akstursstefnunni var snúið við í sumar, samt þótti hún nokkuð erfið (teknísk). Umhverfið og aðstaðan allt í kringum brautina er á góðri leið með að vera fyrsta flokks.

MX Open

  1. Aron Ómarsson
  2. Hjálmar Jónsson
  3. Eyþór Reynisson

Lesa áfram Aron í sérflokki í Sólbrekku í dag.

Muna að koma Seltjarnarmegin að Sólbrekku

Smellið fyrir stærri mynd

Keppendur og áhorfendur á Sólbrekkukeppninni munið að koma Seltjarnarmegin að Sólbrekkubrautinni á keppnina á morgun. Leiðina má sjá á þessu korti sem sést hér.

Nýjustu fréttir frá Sólbrekku eru þær að allt gengur vel og brautin verður í toppstandi á morgun.

Hér er svo dagskráin fyrir daginn:

  • B-flokkur byrjar 11.35
  • Kvennaflokkur 12.00
  • 85cc 13.40
  • Unglingaflokkur 14.05
  • MX-Open 14.30

Hér er nákvæm dagskrá