Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Sólbrekkubraut – keppni framundan

 Nú fer hver að verða síðastur að æfa sig í Sólbrekkubraut fyrir Íslandsmótið. Brautin verður lokuð fimmtudaginn 22. júlí og fram yfir Íslandsmót, svo nú er um að gera að bretta upp ermarnar og drífa sig á staðinn. Miðar fást hjá N1 í Hafnarfirði, söluturninum Grindavík og Reykjanesbæ. Góða skemmtun, stjórn VÍR.

Miðar fást nú einnig í Grindavík

Við viljum benda á að nú er hægt að kaupa miða í Sólbrekkubraut í Söluturninum Skeifunni, Víkurbraut 62 í Grindavík (Verslunarmiðstöðinni) og er hægt að fá keypt þar pylsur, ís sælgæti, subs og margt, margt fleira. Hvetjum hjólafólk til að koma þar við, ná sér í miða og nesta sig upp.

Hjólakveðja,

Stjórn VÍR

Álfsnes „rippuð“

Verið er að rippa Álfsnes brautina akkúrat núna og að sögn formannsins, Kela, er hún í mjög flottu standi og gott rakastig í brautinni.  Við þurfum að vísu aðstoð við að þjappa brautina og væri mjög vel þegið ef einhver myndi vilja vera svo vænn að fara upp í braut á jeppa og þjappa hana.  Því annars þornar brautin hratt og uppstökkin skemmast fljótt.  Líklegur er að taka 85cc brautina í gegn og ætti því brautin að vera í toppstandi fyrir alla aðila.  Áframhald verður á vinnunni á morgun í Álfsnesi og við minnum á miða í brautina sem fást hjá N1 í Mosfellsbæ.

Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

kkalogo.pngKKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

Lesa áfram Heimboð KKA um verslunarmannahelgina

Ný dagskrá / Flöggun í Sólbrekkukeppninni

Nýja aðstaðan

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Bikarmótið í Sólbrekku en skráningu líkur á miðnætti 8 júlí á vef MSÍ. Um að gera að drífa sig og vera með. Í þessari keppni eru allir keppendur beðnir að aðstoða við flöggun annað hvort sjálfir eða aðstoðarmaður fyrir hans hönd. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort nægir að flaggað sé í einu motoi og verða endanlegar upplýsingar sendar út á föstudaginn. En án flaggara getur engin keppni hafist.

Búið er að vinna mikið á Sólbrekkusvæðinu undanfarið eins og þeir sem hafa komið hafa tekið eftir og er þetta bara byrjunin á enn stærra verki. Við erum afskaplega ánægð með það sem komið er enda höfum við kraftaverkafólki á að skipa.

Sjáumst kát og hress.
Kveðja, Stjórnin.

Hér er Nýja dagskráin (kvennamótóin lengd)

Bikarmót í Sólbrekku á laugardaginn

Laugardaginn 10. júlí fer fram bikarmót í Sólbrekku, keppt verður í 85cc flokki, Kvennaflokki, B flokki og B 40+ flokki, Unglingaflokki og MX Open (MX2 teljast með MX Open).
Búið er að breyta Sólbrekkubraut og hefur akstursstefnu verið snúið við og er þetta mót haldið til þess að brautin teljist lögleg til Íslandsmeistarakeppni en 3. umferð Íslandsmótsins fer fram í Sólbrekku 24. júlí. Skráning í þessa keppni fer fram á msisport.is og stendur skráning opin til miðnættis fimmtudaginn 8. júlí. Keppnisgjald er 3.000 kr. fyrir 85cc, 4.000 kr. fyrir alla aðra flokka nema MX Open en þar er keppnisgjaldið 5.000 kr.
Tímatökubúnaður MSÍ verður notaður á þessari keppni og fyrir þá sem eiga ekki senda er bent á Nítró með leigusenda.
Brautin verður í toppstandi og er þetta keppni sem engin keppandi í Íslandsmótinu má láta fram hjá sér fara.

Smellið hér fyrir dagskrána fyrir daginn

Sjáumst hress á laugardaginn.
kv. Mótstjórn VÍR.