Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Krakkaæfingar/Kvennaæfingar í Bolöldu

Nú er nýr mánuður að hefjast hjá okkur og við ætlum að færa okkur úr Álfsnesi yfir í Bolöldu. Enn getum við tekið eitthvað af strákum/stelpum á æfingar. Sjáumst hress og kát kl 18:00 í Bolöldu allavega næstu tvær vikurnar. Einnig eru nokkrir einkatímar lausir, hægt er að panta á namskeid@motocross.is.

Kvenna æfingar hjá James Robo verða í Bolöldu í kvöld kl 18:00

Af unglingum, konum og verðlaunum

Startið í 85 cc

MX álfsnes fór fram í gær, veðrið var gott og brautin frábær. Í kvennaflokki, sem var með flesta þátttakendur ,sigraði Signý Stefánsdóttir, Karen Arnardóttir var í öðru sæti og Andrea Dögg í þriðja.  Kvennaflokkurinn var að ég held fjölmennasti einstaki flokkurinn og margir efnilegir keppendur í þeim hópi.

Í 85cc flokki sigraði Guðbjartur Magnússon en fast á eftir honum kom Þorsteinn Helgi og Einar Sigurðsson í þriðja. Þorsteinn hefur verið að springa út undanfarið og hefur sýnt það að hann er til alls líklegur. Guðbjartur hafur verið sterkastur í flokknum það sem af er árinu en Þorsteinn hefur fylgt honum eins og skugginn og vann meðal annars annað motoið á Akureyri. Ekki má gleyma öðrum keppendum eins og t.d. Gylfa Héðinssyni sem sýndi góða takta í dag og fleiri  strákum sem eru til alls líklegir. Sérstök verðlaun eru veitt í 85cc flokki fyrir aldurinn 12-13 ára en þar voru þeir Hlynur, Óliver og Viggó sterkastir . Ég vænti mikils af þessum drengjum í framtíðinni.

Lesa áfram Af unglingum, konum og verðlaunum

Flöggun á Álfsnesi

flag.jpgÍ þessari keppni eru allir keppendur beðnir um aðstoð við flöggun á einu Moto.

Hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, skal sjá um flöggun á einu Moto sem tilgreint er í skjölunum hér að neðan.

Vinsamlegast athugið að keppni getur ekki hafist fyrr en allar FLAGGARA-stöður í öllum Motoum hafa verið mannaðar. Það er því afar mikilvægt að keppendur sinni þessu hlutverki samviskusamlega.

Gefið ykkur á tal við yfirflaggara ef uppgefinn tími hentar ekki.

Keppendur vinsamlega skoðið þessar skrár og helst prentið út:

Flöggun_keppendur_Alfsnes – PRENTA ÚT

Keppendur MX  Alfsnes 2010_pdf

Þökkum aðstoðina,
Mótstjórn

Álfsnesbraut. ÁRÍÐANDI!!!!!!!

Startið og stóri pallurinn, glæsilegt á að líta.

Nú er komið að því!!!.

Nú vantar okkur harðduglegt fólk til að aðstoða okkur við lokaundurbúninginn fyrir morgundaginn. Það er ekki mikið eftir en þó það mikið að það verður ekki gert af örfáum.

Hvetjum alla þá sem telja sig eiga hlut í brautunum okkar að koma og taka til hendinni. Og hverjir eiga brautirnar? Jú að sjálfsögðu félagsmenn. VÍK byggist upp af félagsmönnum, ekki satt?      Mæting kl: 18.00. Ca 2 tíma vinna.

Ekki láta örfáa ( og alltaf þá sömu ) bera uppi félagsstarfið, verið með í okkar frábæra hópi. Lesa áfram Álfsnesbraut. ÁRÍÐANDI!!!!!!!

Álfsnesbraut

Það verður mikið lagt í brautarvinnu fyrir keppnina á næsta Laugardag. Reynir verður með gröfur, jarðýtu, traktor og vökvunarmenn á vöktum.  Gámapallurinn, við hliðina á startinu, verður lagaður til þannig að hann verði með betri lendingu bæði ofaná og niðurstökkið. Að venju má búast við flottri Álfsnesbraut í keppni. Okkur vantar harðduglegt fólk til að aðstoða okkur á fimmtudag og föstudag. Það eru næg verkefni fyrir alla. Þeir félagsmenn okkar sem vilja leggja hönd á plóg hafi samband við Reyni S: 898 8419.

Brautarnefnd.

FIM stefnir á allan heiminn

Aðalmennirnir í FIM

FIM birti um helgina upplýsingar um hvernig keppnisdagatalið verður á næsta ári. Talsverðar breytingar verða á dagatalinu og þar má fyrst nefna að keppt verður í Heimsmeistarakeppninni í Ástralíu í fyrsta sinn. Það má segja að FIM taki fyrsta skrefið í að ná í kringum hnöttinn því árið 2012 er stefnt á að bæta við keppni í Asíu.

Nokkrir punktar úr dagatali næsta árs,  sem enn hefur ekki verið klárað Lesa áfram FIM stefnir á allan heiminn