Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Álfsnesbraut opnar

Álfsnesbrautin opnar á morgun, miðvikudag, kl: 17.00. Eftir flottar lagfæringar.

Áður en hleypt verður í brautina er skilyrði að allir labbi einn hring í brautinni og hreinsi sjáanlega steina. Nú eða skipuleggja sig vel og allir taki einn kafla. Muna eftir miðum – árskortum á hjólunum. Enginn miði – árskort = brottvísun úr brautum VÍK. Miðar fást í N1 Mosó.

Brautarnefnd.

Álfsnesbraut!!!

Við ýtrekum að Álfsnesbraut ER LOKUÐ!   ÖLL UMFERÐ HJÓLA ER STRANGLEGA BÖNNUÐ Í BRAUTINNI.  Það á eftir að þjappa uppstökk og palla með stórum bíl/jeppa.  Ef einhver hefur bíl til slíkra verka,  þá má sá hinn sami hafa samband við Reynir í síma 8988419.  Engin þjöppun = Engin opnun 🙁

Opnun brautarinnar verður auglýst þegar þjöppun er lokið.

Brautarstjórn

Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er lokuð.

Verið er að lagfæra brautina til að gera hana góða fyrir heljarmikla æfingatörn næstu daga.

Opnun verður auglýst .

Kv.

Reynir og Álfarnir

Bolaöldubraut opnar kl. 18 í kvöld í toppstandi

Brautin í Bolaöldu er í toppstandi eftir breytingar undanfarinna daga og opnar í dag kl. 18. Nú hefur rignt hressilega síðustu tímana en rigningin er hætt núna og spáin er mjög góð fyrir kvöldið. Svæðið hefur því ekki litið betur út í langan tíma. Breytingarnar líta frábærlega út, brattari uppstökk, lendingar og nokkrar tæknilegar breytingar á beygjum og fleiri köflum sem lofa mjög góðu. Munið eftir miðunum hjá Olís í Norðlingaholti og í kaffistofunni.

Bryndís með stig í Frakklandi

Bryndís Einarsdóttir

Fjórða umferð heimsmeistarakeppninnar í kvennaflokki í motocrossi var um helgina í Frakklandi. Okkar fulltrúi Bryndís Einarsdóttir var mætt til leiks og nældi sér í 2 stig en hefði auðveldlega getað nælt í nokkur í viðbót ef heppnin hefði verið hennar megin.

Í gær var fyrra motoið og Bryndís var lengi vel í 14. sæti en þegar á leið motoið var farið að draga úr orkunni hjá henni vegna þess að 30 stiga hitinn er ekkert lamb að leika sér við. Bryndís endaði í 19. sæti og nældi sér í 2 stig.

Í morgun var svo seinna motoið en í allt gærkvöld og í nótt rigndi eldi og brennisteini. Brautin var á floti. Lesa áfram Bryndís með stig í Frakklandi

Motocrossið á laugardaginn við Ólafsfjörð

msi_logo_150pxFyrir fyrstu MX keppni ársins á vegum MSÍ og Vélsleðafélags Ólafsfjarðar,  þá eru hér birtar upplýsingar um mótstjórn og dagskrá:

Kristinn Gylfason er mótstjóri, Helgi Reynir brautarstjóri og Baldvin Gunnarsson verður skoðunarmaður. Mótstjórn vill minna keppendur og aðstandendur að muna eftir gögnum vegna skoðunar og vera með útfyllta yfirlýsingu vegna þáttöku yngri keppenda. Allar nánari upplýsingar um keppnisreglur, dagskrá keppninar og eyðublöð er að finna á heimasíðu MSÍ.

Hér er Dagskrá dagsins

Hér eru nýju motocross reglurnar

kv Mótstjórn og MSÍ