Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

MotoMos brautin opin

Fyrir þá sem ætla ekki á enduro á morgun þá er MotoMos í mjög fínu standi.  Atli #669 er búinn að vera klappa brautinni í vikunni 🙂

Bolaöldubrautir

Allar brautir í Bolaöldum eru lokaðar frá og með kl:19:00 í kvöld, föstudag, vegna undirbúnings við endúrókeppni.

 Endúróslóðar eru LOKAÐIR eftir keppni, þangað til annað verður auglýst.

Mx brautir opna aftur á sunnudag kl 12:00.

Álfsnes, morgunstund gefur gull í munn.

Amk gaf sú vinna það af sér að þeir sem mættu, fengu forgang í nýlagaða brautina. Reynir og Tóti kláruðu að mestu leyti að umbreyta brautinni í gær og allt lítur það hrikalega flott út. En það vantaði ekki mannskapinn í morgun og alir voru gríðarlega spenntir að fá að taka trylling í brautinni. Já og veðrið……. einfaldlega frábært hjólaveður. Lesa áfram Álfsnes, morgunstund gefur gull í munn.

Álfsnes lokuð á morgun vegna viðhalds

Álfsnes verður lokuð á morgun vegna viðhalds þar sem meðal annars pallar verða lagaðir o.fl.  Það verður jarðýta sem vinnur verkið undir leiðsögn Reynis.  Á sunnudag verður svo vinnudagur í Álfsnesi frá kl.10 – 13 og fá þeir sem mæta til vinnu, á réttum tíma, smá forskot á sæluna og keyra einir í brautinni frá kl 13 – 15.  Brautin verðu svo opnuð almenningi frá kl 15 á sunnudaginn.  Er þetta í raun fyrsta lagfæringin á brautinni síðan fyrir síðasta mót í Íslandsmeistaramótinu sem haldið var í júlí í fyrra.  Þannig að hún ætti að verða eins og best verður á kosið á sunnudaginn.  Minnum á miða í brautina sem fást á N1 í Mosfellsbæ.

Árskort í VÍK brautirnar til sölu hér og nú

motogp10.gifÁrskort í motocross brautir VÍK í Bolaöldu og Álfsnesi eru komin í sölu hér og nú. Verðið á kortunum hefur lækkað talsvert frá því í fyrra en verðið á stökum miðum hefur hækkað. Kort fyrir stórt hjól kostar nú 20.000 en fyrir lítið hjól 10.000 (Stórt hjól er 125cc tvígengis og 250c fjórgengis og stærra). Árskortin eru gefin út á einstaklinga en ekki hjól og ekki er hægt að lána kortið á milli manna.

Árskortið gildir í báðar motocross brautir félagsins í Álfsnesi og Bolaöldu. Í sumar verða dagsmiðar í brautirnar seldir á 1.500 kr. fyrir félagsmenn og 2.000 kr. fyrir aðra. Lesa áfram Árskort í VÍK brautirnar til sölu hér og nú

Árskortin Lækka !!

Eins og í fyrra, þá stendur félagsmönnum VÍK til boða að kaupa árskort í brautir félagsins.
Ákveðið hefur verið að lækka verðið á árskortinu til að koma til móts við sívaxandi kostnað félagsmanna.
Mun það aðeins kosta kr. 20.000 í sumar, fyrir stór hjól – og  kr. 10.000 fyrir minni hjól.  Kortin gilda út febrúar 2011.  Gefin er sérstakur fjölskylduafsláttur  –  5% afsl. við kaup á tveimur kortum, 10% við þrjú og 15% við fjögur eða fleiri. Þeir sem eiga frístundarkort ættu að getað nýtt sér það við kaup á brautarkorti.  Ekkert sérstakt kort er fyrir utanfélagsmenn – þeir einfaldlega gerast bara meðlimir á kr. 4.000 eða kr. 7.000 fyrir alla fjölskylduna, og kaupa svo kort á þessum frábæru kjörum. (Menn eru auðvitað eftir sem áður félagar í sínu félagi en greiða með þessu sama gjald fyrir árskort og félagsmenn VÍK þe. árskort + félagsgjald) Lesa áfram Árskortin Lækka !!