Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Staðan á Motomos

Brautin er í þokkalegasta standi í dag, Þriðjudag.  Var tekin í gegn að hluta til í gær.  Munið eftir miðum á N1 og
setja miðana á hjólið 🙂

Motocross of Nations í Belgíu 2012

Á blaðamannafundi í Valkenswaard, Hollandi í gær var tilkynnt að árið 2012 færi fram MX of Nations í frægustu braut Belgíu, Lommel. Það er langt síðan að MX of Nations var haldið í Lommel en það var árið 1981 og þá unnu bandaríkjamenn. Það verður fróðlegt að fylgjast með liði USA í Lommel árið 2012.  Þetta er virkilega jákvætt fyrir íslenska áhorfendur, það er stutt að fara yfir til Belgíu til að fylgjast með keppnini.

Gylfi Freyr með námskeið í sumar

Gylfi Freyr

Motocross.is ætlar að kynna þau námskeið sem verða í boði í sumar hér næstu daga. Hér kemur kynning á einu þeirra en það er Gylfi Freyr Guðmundsson sem var Íslandsmeistari í motocrossi árið 2006 sem er þjálfarinn:

Motocross námskeið sumarið 2010

Ég verð með nokkur motocross námskeið í sumar  þar sem ég fer yfir allt sem tengist motocrossi.
Þetta verða skemtileg námskeið og eru fyrir alla sem vilja bæta aksturinn hjá sér og og hafa meira gaman af því að hjóla. Lesa áfram Gylfi Freyr með námskeið í sumar

Álfsnesbrautin í dag.

Kátir kappar í Álfsnesi.

Það var múgur og margmenni á opnunardegi Álfsnesbrautar. Reynir #3 er búinn að vera að gera og græja undanfarna daga til að við hin getum leikið okkur. Og það vantaði ekki brosið á alla í dag. Enda fátt skemmtilegra en að komast í moldarbraut svona snemma að vori. Brautin virðist koma ótrúlega góð undan vetri, það má þakka allri þeirri vinnu sem var lögð í hana sl sumar. Að sjálfsögðu höfðu allir keypt miða í brautina og öllum þótti sjálfsagt að stoppa öðru hverju og tína steina 0g rusl sem var að þvælast fyrir. Gaman saman á góðum vordegi. Lesa áfram Álfsnesbrautin í dag.

Álfsnesbraut Opnar

Reynir er búinn að vera að græja og gera Álfsnesbrautina. Brautin verður opnuð á morgun, Sunnudag, kl 12:00. Allir að muna eftir miðunum í OLÍS Mosó. ATH enginn fer miðalaus í brautina……

Það gætu verið einn til tveir mjúkir / blautir kaflar í brautinni og er nauðsynlegt að fara varlega fyrstu hringina.  Og að sjálfsögðu stoppa allir öðru hverju til að hreinsa steina og drasl úr brautinni.

Álfsnesnefndin.

Bolaöldubraut Laugardaginn 24 Apríl

Bolaöldubrautin er opin í dag. Hitastigið kl 9 í morgun var um 3 gráður í +. Það var sáralítið næturfrost og brautin ætti að vera orðin góð um hádegi. Háþrýstidælan verður opin til kl 16:00 eða á meðan Garðar er á svæðinu. Minnum alla á að kaupa sér miða í brautina í Olís v/ Norðlingaholti eða í Litlu Kaffistofunni.

Endúró slóðarnir eru LOKAÐIR. En einhverjir telja sig ekki þurfa að fara eftir því og hafa verið að spæna upp slóðana. Og með því framferði er verið að skemma. Það er verið að skemma þá þannig að við þurfum að öllum líkindum að LOKA einhverjum af þeim í allt sumar. ATH við erum ekki að LOKA bara af því. Það er lokað að því að jarðvegurinn þolir ekki akstur ennþá. Það myndast djúp för eftir hjólin sem jafna sig jafnvel aldrei.

EINUNGIS 1 % ÖKUMANNA FARA EKKI EFTIR SETTUM REGLUM. EKKI HALDA ÁFRAM AÐ SKEMMA FYRIR ÖLLUM HINUM.

Bolaöldunefndin.