Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Álfsnesbrautin.

Álfsnesbrautin var tekin í vettvangskönnun í dag.

Það er amk 1-2 vikur í að hún verði ökufær, það eru stórar tjarnir hér og þar í brautinni og  undirlagið er frosið. Farið verður í það á næstunni að ræsta vatnið úr brautinni og gera það sem þarf til að hún verði nothæf sem fyrst.

Brautin er LOKUÐ þangað til annað verður auglýst.

Stjórnin.

Viðhaldsnámskeið VÍK

VÍK þakkar Einari / Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, fyrir aðstoðina og kennsluna á þessum þremur námskeiðum sem haldin voru. Það skal tekið fram að Einar gerði þetta án þess að taka greiðslu fyrir, þannig að þær tekjur sem komu inn af námskeiðunum renna til félgasstarfs VÍK.  Þetta er  félgasandinn í hnotskurn.

Við teljum að allir sem sóttu námskeiðin hafi haft gott af og vonandi geta flestir nýtt sér það sem boðið var uppá. Nú ættu viðkomandi að kuna að viðhalda hjólinu sínu og meta hvenar er komið að stærra viðhaldi, hvort að hann geri það sjálfur eða fái fagmenn til þess er síðan annað mál. 

VÍK mun að öllum líkindum halda sambærileg námskeið næsta vetur þar sem þörfin er klárlega fyrir hendi.

Takk fyrir okkur.   Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK

MotoMos opin

Óli Gísla tók nokkra galvaska með sér til að grjóthreinsa brautina í morgun og brautin er bara nokkuð góð þó uppstökkin hafi alveg verið betri.  Munið eftir miðum hjá N1  í Moso. Góða skemmtun. 

Aðeins um keppendurna í heimsmeistarakeppninni

Fulltrúi Íslands í Búlgaríu - Bryndís Einarsdóttir

Fyrsta umferð ársins í heimsmeistarakeppninni í motocrossi hefst nú helgina á Gorna Rositza brautinni í Sevlievo í Búlgaríu. Strákarnir voru með tímatöku í dag og stúlkurnar voru með fyrsta moto-ið. Bryndís Einarsdóttir er eini fulltrúi Íslendinga að þessu sinni (Signý Stefánsdóttir er meidd) og var hún í 26.sæti í fyrsta moto-i ársins. Seinna motoið hjá stúlkunum verður á morgun og verður það í beinni útsendingu ásamt allri keppninni hér á vefnum. Útsendingin byrjar í fyrramálið með kvennakeppninni klukkan 08:00 að íslenskum tíma og svo koma karlaflokkarnir fram eftir degi.
Lesa áfram Aðeins um keppendurna í heimsmeistarakeppninni

Fyrsta umferð í heimsmeistarakeppninni á morgun

Á morgun, páskadag, er fyrsta umferð í FIM MX GP motocrossinu og fer hún fram í Sevlievo í Búlgaríu. Sýnt verður beint frá keppninni á Motors TV, einnig er hægt að horfa á þær á netinu á www.motocrossmx1.com/tv & www.freecaster.tv

Í morgun fóru fram tímatökur og varð Max Nagl (KTM) fyrstur í MX1 flokknum og Ken Roczen (Suzuki) fyrstur í MX2 flokknum.
Lesa áfram Fyrsta umferð í heimsmeistarakeppninni á morgun

2. Apríl. Ekki síðri hjóladagur.

Ekki besta hjólaveðrið. En til hvers að kvarta. Það var hægt að hjóla.

Nokkrir ALVÖRU hjólarar létu veðrið ekki hafa áhrif á sig og hjóluðu eins og enginn væri morgundagurinn. Brautin var ágæt en það var pínkulítið kalt. En þá var bara að klæða sig aðeins betur. Það voru tekin reis. Það voru teknir endurohringir. Og það voru teknir fullt af æfingahringjum. Er hjólalífið bara ekki æðislegt… Lesa áfram 2. Apríl. Ekki síðri hjóladagur.