Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

1. Apríl. Góður hjóladagur. Ekki spurning.

Spennt mæðgin að græja sig fyrir átök dagsins.

Í brautinni hjá Þorláki var slatti af fólki, en þó ekki eins mikið og hefði mátt gera ráð fyrir svona í byrjun páskahelgarinnar. Það skemmdi þó ekki gleðina fyrir þeim sem mættu. Crossbrautin var í „keppnis“ standi og var mjög fínt að æfa sig við þessar aðstæður. Það var auðséð á mörgum að hæfileikarnir hafa fengið að rykfalla í vetur, en það slípaðist vel til hjá flestum. Endurobrautin þótti í fínu standi og var tekið vel á henni af þeim sem þar hjóluðu.

Miðað við veðurspá er Þorlákshafnarbrautin eina notahæfa brautin hér á Stórhöfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hvernig Ólafsvíkurbrautin er en miðað við þá reynslu sem greinarhöfundur hefur að þeirri braut, þá er ansi kalt og hvast í norðanátt eins og nú er.

Vonandi skemmti þið ykkur vel, fullt rör og engar bremsur. Lesa áfram 1. Apríl. Góður hjóladagur. Ekki spurning.

Viðhaldsnámskeið VÍK, FRESTAÐ!!!

3. hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK sem var dagsett á morgun, Miðvikudaginn 31.03.2010. Frestast  til Miðvikudagsins 07.04.2010.  Þetta gerum við vegna þess að margir eiga ekki heimagengt annað kvöld.

Vonandi veldur þetta ekki óþægindum fyrir ykkur.

MBK

Óli Gísla

Áritun í Kringlunni í dag kl 16

Ragnar Ingi á hátindi ferilsins

Í tilefni af 30 ára farsælum keppnisferli mun Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í Motocross gefa góð ráð og veita eiginhandaráritanir í Kringlunni kl. 16 í dag á annarri hæð fyrir framan Hagkaup. Einnig mun Ragnar fara yfir ferilinn í máli og myndum, stilla sér upp í myndatökur og gefa plaköt og póstkort.

Missið ekki af einstöku tækifæri til þess að hitta eina af skærustu stjörnu Íslands í eigin persónu.

Frábært veður í dag – Bolaöldubrautin opin í kvöld frá kl. 18

Garðar var að hafa samband og vill opna brautina í kvöld kl. 18. Um síðustu helgi var unnið lítillega í henni og hún ætti því að vera orðin klár í opnun í dag. Um helgina er spáð frosti og meiri vindi þannig að besti sénsinn sem við eigum er í kvöld. Þeir sem geta mætt kl. 16 og aðstoðað við að laga til á svæðinu og grjóthreinsa, keyra frítt eftir kl. 18 – bara að melda sig við Garðar um leið og þið komið. Miðarnir fást í Olís og kaffistofunni – góða skemmtun.

Viðhaldsnámskeið VÍK

Einar Sig að sýna hvernig hægt er að gera við göt á vélarhlífum.

 2. Hluti viðhaldsnámskeiðs VÍK fór fram á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur í gærkvöldi. Mjög góð mæting var á námskeiðið og hægt er að fullyrða að fólk fékk vel fyrir peninginn. Einar Sig og Einar Sverris sáu um að troða inn í fólk eins mikilli visku og hægt var á tveimur klst. Einar Sig kenndi allt um kúpplingar og ventlastillingar á meðan Einar Sv kenndi allt um umhirðu og stillingar á börkum. Einnig var Einar Sv með fyrirlestur í umhverfisvænum hreinsiefnum fyrir loftsíur. Í lokin fengu allir að sjá hluta af verkfæraúrvali sem er í boði frá MX Sport. Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK