Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Framtíðarsýn VÍK í Bolaöldu

Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:

  • Ökukennarasvæði norðan við svæðið
  • Hjólahöll
  • 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
  • Flóðlýsing á aðalbraut
  • Trial/þrautabraut
  • Freestylesvæði
  • Uppgræðsluáætlun
  • Geymsluaðstaða fyrir hjól
  • Nýtt og stærra þvottaplan
  • Bundið slitlag inn á svæðið

Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.

Lesa áfram Framtíðarsýn VÍK kynnt á aðalfundinum

Viðhaldsnámskeið VÍK

Síðastliðinn Miðvikudag var 1. hluti í viðhaldsnámskeiði á drullumöllurnum. Mjög góð mæting var á námskeiðið og voru allir mjög áhugasamir um það sem Einar Sig/ Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, framreiddi úr reynslubankanum. Okkar von, hjá VÍK, er að þeir sem mæta á námskeiðin hafi í lokin kunnáttu í að sjá til þess að hjólin séu tilbúin til notkunar fyrir hverja hjólaferð. A.m.k að skilja hvað þarf til þess. Nú eða þá bara að skilja að það þarf að gera við á ákveðnum tímapunkti. Næsta námskeið verður Miðvikudaginn 24.03.10. Kl: 19:30

Frægðarför var farin í myndatöku á námskeiðinu en því miður þá gaf tölvan, sem geymdi myndirnar, upp öndina áður en þessi grein var rituð. Vonandi verður hægt að bæta úr því á næsta námskeiði.

Bryndís komin á ferðina í Hollandi

Bryndís Einarsdóttir keyrði fyrsta mótið sitt á árinu um helgina. Hún keppti í Mill í Hollandi í fyrstu umferð Hollenska meistaramótsins. Það voru 36 keppendur á ráslínu í kvennaflokki og hún var með 9.besta tímann í tímatöku. Í fyrra motoinu endaði hún í áttunda sæti og í seinna motoinu endaði hún í níunda sæti.

Næsta mót hjá henni er eftir tvær vikur í Halle.

Fyrir þá sem eru góðir í sænsku er viðtal við Bryndísi hér úr sænskum netmiðli.

Takmörkun á fjölda – hámark 400 keppendur

VÍK hefur ákveðið í samráði við landeigendur að takmarka fjölda keppenda við töluna 400 talsins.  Þannig að þegar fjöldinn fer í 400, að þá verður lokað á skráningu.  Ef þú hefur ekki gert upp hug þinn, að þá er ekki eftir neinu að bíða því nú þegar eru skráðir hátt í 350 keppendur og 180 lið.  Þannig að gera má ráð fyrir að takmarkinu náist í kvöld eða á morgun.  VÍK þakkar hjólamönnum áhugann og mun birta lista yfir keppendur og rásnúmer í kringum páskana.

Klausturskeppnin – þetta er að bresta á!

Eins og flestir vita að þá mun skráning hefjast kl.22:00 í kvöld hér á vef VÍK.  Þannig að nú fer hver að verða síðastur að ganga frá sínum félagsgjöldum til að geta skráð sig.  VÍK hefur rætt um fjölda takmarkanir í þessa keppni og hafa menn verið að gæla við að takmarka fjöldann við 300 keppendur.  Ekkert hefur verið ákveðið í þá veru ennþá, en ef af verður, að þá gildir sú regla að fyrstu 300 eru inni.  Tekið skal fram, að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum ennþá en VÍK áskilur sér rétt til að setja slíkar takmarkanir á skráningu ef þurfa þykir.  Einnig hefur VÍK áhuga á að halda sérstaka 85cc og kvennakeppni á laugardaginn 22 mars.  Fyrirkomulag hennar verður auglýst nánar síðar, en í fyrstu hefur verið hugsað um að þetta verði um klukkutíma keppni og hefjist kl.16.  VÍK hefur ekki ákveðið hvort sú keppni verðir skráningarskyld en væntanlega þurfum við að vita hversu margir hafa áhuga á að taka þátt.  Þannig að upplýsingar um 85cc og kvennakeppnina munu fara í loftið fljótlega og hvernig þátttakendur geta tilkynnt þátttöku sína.