Aðalfundur VÍK var haldinn í gærkvöldi og voru aðalfundarstörf haldin í takt við gamla siði og reglur. Hrafnkell Sigtryggsson var endurkjörinn formaður og reikningar kynntir. Hann kynnti framtíðarsýn stjórnarinnar og bar hana undir félagsmenn. Tillagan gekk útá mikilvægi þess að félagið eignist betri æfingaraðstöðu, þar með talda innanhússaðstöðu aukþessara liða:
- Ökukennarasvæði norðan við svæðið
- Hjólahöll
- 3 motocrossbrautir til viðbótar –Ný 85cc braut, byrjendabraut fullorðinna, ný æfingabraut
- Flóðlýsing á aðalbraut
- Trial/þrautabraut
- Freestylesvæði
- Uppgræðsluáætlun
- Geymsluaðstaða fyrir hjól
- Nýtt og stærra þvottaplan
- Bundið slitlag inn á svæðið
Bar Hrafnkell upp þá tillögu að hefja undirbúning byggingu hjólahallar auk hinna atriðanna. Tillagan var samþykkt einróma og stefnt er að að hjólabyggingin verði tilbúin árið 2015 en önnur atriði fyrr.