Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Viðhaldsnámskeið VÍK

Á morgun, Miðvikudag, hefst námskeiðaröð VÍK í viðhaldi á drullumöllurum.  Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur –  Bæjarflöt 13 Grafarvogi, sér um kennsluna og hefst námskeiðið Kl: 19:30. Góð þáttaka er á námskeiðin og víst er að hinir fróðleiksfúsu fá eitthvað til að moða úr eftir að Einar verður búinn að hella úr viskubrunni sínum. Minnum þáttakendur á að mæta á réttum tíma til að missa ekki af neinu. Þeir sem eiga eftir að borga, vinsamlegast klárið það áður en mætt er á námskeiðið.  

Námskeiðin eru eftirfarandi Lesa áfram Viðhaldsnámskeið VÍK

Íslendingar í Evrópu

Áfram ÍSLAND
Áfram Ísland

Íslenskir motocross ökumenn eins og aðrir íþróttamenn hafa löngum haft þörf fyrir að bera sig saman við þá bestu í heiminum. Raggi og Nonni freistuðu gæfunnar á níunda áratug síðustu aldar og svo hafa nokkrir fylgt í kjölfarið, bæði í motocross og enduro. Á síðustu árum, eftir að Íslendingar hafa orðið fullgildir meðlimir í alþjóðasamfélaginu, eftir inngöngu MSÍ í FIM hefur orðið nokkuð áberandi aukning í þessum útflutningi. Motocross.is heyrði í tveimur ungum ökumönnum sem eru að freista gæfunnar í Evrópu um þessar mundir. Þetta eru þau Aron Ómarsson og Bryndís Einarsdóttir. Lesa áfram Íslendingar í Evrópu

Myndir frá íscrossi á Leirtjörn

Ég settir nokkrar myndir frá Íscrossinu um helgina inn á vefalbúmið. Skoðið og njótið.

Kv. Haraldur

Gamlar myndir úr Eyjum

Eyjapeyjinn Sæþór Gunnarsson birti nýjar myndir á blogginu sínu um daginn. Þetta eru eldgamlar myndir frá því karlmenn kepptu á 500cc tvígengis árin 1984 og 85. Kíkið hér

Allt í gerjun fyrir endurocrossið á sunnudaginn

Eru ekki allir í stuði?  Já, nú styttist óðum í aðra umferð í endurcrossi sem haldin verður í Reiðhöllinni 14 febrúar.  Nú þegar eru þeir allra hörðustu búnir að skrá sig og heyrst hefur að nokkrir norðanmenn ætli sér að mæta galvaskir til að kenna flatlendingum hvernig eigi að keyra „ekta“ endurocross.  Eitt og annað hafa menn lært af síðustu keppni, meðal annars er varðar brautarlagninguna, loftræstingu, lengd moto-a o.fl.  Þannig að þó keppnin verði ekki ósvipuð og sú fyrri, að þá verður hún hnitmiðaðri.  VÍK vill taka fram að þessi keppni er ekki bara til að styðja við sportið okkar, heldur líka fjáröflun fyrir félagið og verða því ALLIR að kaupa sér miða sem ætla sér inn í höllinna.  Engar undantekningar, en töluverð brögð voru á því að menn hópuðust til að „hjálpa“ félaga sínum í pittnum og komu sér undan því að greiða inn.  Svona keppnishald í þessu formi er með þeim dýrari sem VÍK hefur staðið fyrir og skreið síðasta keppni rétt yfir núllið.  KOMA SVO!  ÞETTA VERÐUR GEÐVEIKT!

Hér er svo myndband frá síðustu keppni sem fannst á YouTube.

Lesa áfram Allt í gerjun fyrir endurocrossið á sunnudaginn

Myndir frá Mývatni

Við feðgarnir fórum á Mývatn um helgina. Ég tók nokkrar myndir sem ég hef nú sett inn í vefalbúmið. Skoðið og njótið.

Haraldur