VÍK mun halda aðra keppni í endurocrossi innanhús í Reiðhöllinni 14 febrúar næst komandi. Eins og bæði keppendur og áhorfendur upplifðu síðast, að þá var þetta hörkuspennandi keppni og afar skemmtileg. Reyndi hún meira á keppendur en þeir gerðu ráð fyrir og voru margir hreinlega búnir á því. VÍK mun auglýsa skráningu síðar á vef motocross.is þegar nær dregur og ætti það ekki að fara framhjá neinum. VÍK mun halda þessa keppni í samvinnu við Nitró, eins og síðast, enda tókst keppnin afskaplega vel.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
Íþróttamaður Mosfellsbæjar 2009
Í gær fór fram val á íþróttamanni Mosfellsbæjar, það var Kristján golfari sem íþróttamaður bæjarins. Viktor Guðbergsson var valinn akstursíþróttamaður Mosfellsbæjar, en hann var Íslandsmeistari í MX2 í sumar, ásamt því að vera Íslandsmeistari liða með Team Mosó, einnig keppti hann fyrir Íslands hönd á MXON.
Einnig voru heiðraðir fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu:
- Einar S Sigurðarson fyrir Íslandsmeistari liða Team Mosó, Íslandsmeistari ískross í báðum flokkum,
- Gunnlaugur Karlsson fyrir Íslandsmeistari liða Team Mosó.
- Friðgeir Óli Guðnason fyrir Íslandsmeistari liða Honda gott lið.
Viktor og Gulli voru einnig heiðraðir fyrir þátttöku sína með landsliði motocross.
Friðgeir Óli Guðnason fékk viðurkenningu sem efnilegasti motocrossmaður Motomos undir 16 ára.
Til hamingju strákar.
Stjórn Motomos.
Bolaöldubraut opin um helgina
Keli „formó“ var að koma ofan úr Bolaöldu. Hann segir brautina vera í ágætu ásigkomulagi, uppstökk og lendingar í ótrúlega góðu standi. Einhverjir drullukaflar eru í hringnum, þó ætti það ekki að vera neinum alvöru drullumallara til travala.
Munið bara að það þarf að hafa miða eða kort í brautina. Um að gera að skottast uppeftir, kíkja á brautina, rúlla sér síðan út á Litlu Kaffistofu og kaupa miða. Eftir það er hægt að keyra með bros á vör og þá þarf ekki að líta um öxl. Nú er hægt að hafa gaman saman og það um miðjan Janúar.
Korter í jól
Nú eru aðeins fimm dagar til jóla og því er rétt að benda þeim á sem ekki hafa enn fundið jólagjöf fyrir mótothjólamanninn að það komu út tveir DVD hjóladiskar fyrir jólin. Motocross 2009 diskurinn inniheldur allar fimm motocrosskeppnir ársins og er seldur í Púkanum, JHM Sport, Mótó, Hagkaup Skeifunni og Garðabæ og Nítró og útibúum þeirra úti á landi. Einnig er hægt að panta diskinn með því að smella HÉR. Hinn diskurinn inniheldur Ferðina á MXON, Lex Games (tvo þætti) og skemmtiatriðin frá uppskeruhátíð MSÍ. Hann kostar 2.500,- og er eingöngu seldur hérna á netinu og hægt er að panta hann HÉR.
Nýr diskur!
Ferðin á MXON og Lex Games + Aukaefni.
Troðfullur DVD diskur sem inniheldur þátt um ferð landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina á Ítalíu í október, tvo þætti um Lex Games leikanna sem fram fóru í haust og síðasta en ekki síst Fréttatíma MXTV sem sló í gegn á uppskeruhátíð MSÍ ásamt tónlistarmyndböndum frá keppnisárinu 2009 og MXON keppninni.
Diskurinn verður eingöngu seldur hérna á vefnum. Verð 2.500,- Diskurinn er sendur ókeypis í pósti til kaupenda.
Smelltu HÉRNA til að kaupa disk.
Skráning í Endurocross
Skráning er hafin í Endurocross VÍK sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal þann 5.desember. Keppnisgjaldið er 2.500 krónur og rennur það óskipt milli þeirra 8 sem komast í úrslitariðilinn.
Keppnisstjórn vill benda á að þrautirnar í endurokrosssinu verða erfiðar, þú skráir þig því á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að velja og hafna keppendum enda takmarkaður fjöldi sem kemst inn í keppnina. Komi til þess verða keppnisgjöld að sjálfsögðu endurgreidd. Lesa áfram Skráning í Endurocross