Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Mikið fjör um helgina

Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga
Spenntir framtíðarökuþórar bíða eftir fyrirmælum Gulla og Helga

Þessi helgi er búin að vera okkur hjólafólki gríðarlega hagstæð. Veðrið hefur leikið við okkur og við í staðinn getað leikið okkur á drullumöllurunum vítt og breytt amk hér á suðvesturhorninu.

Laugardagurinn var frábær og var fullt af fólki að djöflast í öllum brautum á Bolaöldusvæðinu, slóðarnir voru líka flottir en að sjálfsögðu voru moldarslóðarnir blautir og mikil drulla þar. Vonandi hafa hjólarar farið vel með þau svæði og einbeitt sér að sandinum í Jósepsdalnum. Mosóbrautin var líka opin í gær og náðu hjólarar varla upp í nef sér af ánægju með brautina, menn héldu hreinlega að dagatalið væri vitlaust, það bara gæti ekki verið 21 Nóv og brautirnar í þessu líka flotta ásigkomulagi.

Dagurinn í dag var ekki síðri þó að hann væri aðeins kaldari en í gær. Að sjálfsögðu látum við hjólarar ekki svoleiðis á okkur fá, enda var fullt af fólki að hjóla í Bolaöldum og í Mosó.

Lesa áfram Mikið fjör um helgina

Racer X Films: Wil Hahn

Svona til að hita okkur upp fyrir helgina!

Will Han var að skrifa upp á samning við Troy Lee Designs og mun keyra á Honda CRF 250 2010. Í tilefni þess var tekið viðtal við kappann þar sem hann var við æfingar í suprecross braut. Það liggur nærri að við verðum að vorkenna kappanum þar sem hann þarf að vera að æfa sig í steikjandi hita, glampandi sól og vel preppaðri braut.

Sjá ræmuna HÉR.

Það er ekki hitinn sem við þurfum að hafa áhyggjur af,  kannski bara það að sólin er svo neðarlega þessa dagana að það böggar okkur örlítið. Pælið í því það er að líða á lok Nóvember og við getum ennþá farið að hjóla án þess að pæla í nöglum eða vetraklæðnaði.

En hvað með það,, ég geri ráð fyrir því að það verði brjálað hjólafjör núna um helgina eins og undanfarið. Bolaöldubrautir ættu að vera nothæfar þar sem veðrið hefur verið okkur frábærlega hagstætt.

 Hef ekki fréttir af öðrum brautum en Þorlákshöfn ætti að vera nothæf, eins og oftast yfir vetrartímann, einnig ætti Sólbrekkan að vera brúkleg þó að ég viti ekki nánar um það.

Góða hjÓla helgi, hafa gaman saman.

Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

MSÍ hefur tilkynnt niðurstöðu fundarhalda um síðustu helgi. Ljóst er að nokkuð mikil breyting verður á keppnishaldi í motocrossi og enduro á næsta ári þó svo ekki sé endanlega komin mynd á niðurstöðurnar. Eftirfarandi er tilkynning frá stjórn MSÍ:

Formannafundur og Þing MSÍ samþykkti einróma eftirfarandi breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Moto-Cross og Enduro fyrir keppnistímabilið 2010. Eftirfarandi eru breytingar sem munu taka gildi um áramótin þegar fullkláraðar keppnisreglur munu liggja fyrir frá keppnisnefnd.

Lesa áfram Uppstokkun á keppnisfyrirkomulagi

Bikarmótið í Bolaöldum á morgun Laugardag.

Það ætlar aldeilis að rætast úr veðurspánni fyrir okkur.  Sjá veðurspá HÉR

Skráningin gengur frábærlega, eina sem vantar uppá eru fleiri skráningar í kvennaflokkinn.

Tímatökusendarnir verða EKKI notaðir.

Núna kl 21:12 eru búnir að skrá sig 35 manns og var það markmið okkar að ná amk 30 manns til keppni og það hefur tekist.

Þar sem við í stjórninni erum í svaklalega góðu skapi þá ætlum við að bjóða slugsunum upp á það að mæta í fyrramálið og skrá sig á staðnum. EN ÞAÐ VERÐUR BARA HÆGT Á MILLI KL 10:00 og 10:30. OG  ÞÁ GEGN 3000 KR GREIÐSLU MEÐ PENINGUM.

Dagskráin færist um 1/2 tíma fram, við verðum með upphitun fyrir alla frá kl 11:00 – 11:2o.

Það verður raðað á starlínu eftir því hver verður besti vinur línumanns, hver sem það verður. ( Kannski )

Vinningshafi verður væntanlega sá sem stekkur fyrstur yfir lokalínuna.  (Eða þá vinur línumannsins.)

Það er sett sem skilyrði að góða skapið verði tekið með í þessa keppni þar sem aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.


11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

Stjórnin

MXON í Sjónvarpinu á sunnudaginn

2009-red-bull-fim-mxon-logoÞáttur um ferð íslenska landsliðsins á Motocross of the Nations keppnina sem fram fór á Ítalíu í byrjun október verður sýndur í Sjónvarpinu næsta sunnudag kl. 14:25. Hvað er betra en að slaka á eftir bikarkeppnina og horfa á strákana okkar etja kappi við þá bestu í heimi.