Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Ísland í B-úrslit

Strákarnir okkar stóðu sig með prýði á Motocross of the Nations keppninni í dag og enduðu í 31 sæti sem dugar til þess að keppa í B-úrslitum á morgun. Eins og var búið að koma fram þá endaði Aron í 28 sæti en Viktor lenti í töluverðu basli eftir að hafa keyrt út úr beygju og fest u.þ.b. meter af plastdrasli í afturgjörðinni sem orsakði bremsluleysi að aftan og svo ofhitnaði frambremsan á mikilli notkun, þannig að 33 sætið var ágætt miðað við að vera nánast á bremsulausu hjóli. Gulli fór svo í Open Class flokkinn vitandi að Viktor hefði lent í þessu veseni og stóð sig eins og hetja þrátt fyrir að vera með töluverða pressu á bakinu. Hann endaði í 28 sæti og þar með var ljóst að Ísland verður  með í keppninni á morgun en fjögur lönd þurfa að bíta í það súra epli að geta farið að pakka saman. Þessi árangur er mjög góður þar sem keppninni er að harðna með hverju ári og liðin sem við erum að berjast við hafa sýnt miklar framfarir og brautirnar verða rosalegri með hverju árinu. Nýjar myndir eru farnar að hlaðast inn á vefalbúmið.

Hér er listi yfir þá sem komust í a-úrslit

Lesa áfram Ísland í B-úrslit

Myndir að utan

Aron í morgun
Aron í morgun
Viktor
Viktor

Þegar þetta er skrifað eru bara búnar tímatökur og komið í ljós að Aron var í 30. sæti af 36 keppendum í MX1, Viktor var í 31.sæti í MX2 og Gulli er með 32.besta tímann í Open flokknum en hann er ekki alveg búinn. Þetta er bara æfing en svo byrjar keppnin eftir hádegið. Hér er linkur á úrslitin.

Góð stemming á MXON

aronÍslenska liðið mætti til Franciacorta í gær og kom sér fyrir í pittinum. Í morgun var svo skoðum og hljóðmæling sem gekk ágætlega að öllu leiti nema að Aron fékk ekki samþykkt pústið hjá sér og þurfti að skipta um aftari kútinn og þá rúllaði hann í gegn. Góð stemming er í hópnum og nálægt 25 íslendingar eru á svæðinu. Strákarnir er staðráðnir að standa sig vel á morgun og hefa verið að keyra vel á æfingum. Hitinn hefur verið að plaga þá töluvert en það er aðeins kaldara í dag heldur en undanfarna daga þannig að vonandi verður það svoleiðis um helgina þó að veðurspáinn segi annað. Nýjar myndir frá æfingunum undanfarna daga eru komnar inn á vefalbúmið.

MXoN í beinni útsendingu HÉR á vefnum

Kúluvarparar hafa Ólympíuleikana, golfarar hafa Ryder Cup en motocrossið hefur Motocross of Nations. Motocross.is sýnir beint frá stærstu og skemmtilegustu mótorhjólakeppni í heiminum: Motocross of Nations. Hér mætast 3ja manna landslið frá 35 löndum og keppa fyrir þjóðarstoltið og ekkert annað.

Smellið hér fyrir dagskránna:

Lesa áfram MXoN í beinni útsendingu HÉR á vefnum

Fréttir frá Ítalíu

Aron í dag
Aron í dag

Okkur voru að berast þær fréttir frá Ítalíu að allt gengur vel. Strákarnir okkar æfðu í gær í Mantoya og keyrðu þrjú 30 mínútna moto og ekkert var slegið af. Aron náði reyndar að slátra afturgjörð en nýrri var reddað í morgun. Í dag er 31 stigs hiti og eru þeir í Cremona og þegar þetta er ritað eru strákarnir að fara í þriðja 30 mínútna motoið. Þetta eru búnar að vera stífar æfingar og strákarnir svitna hressilega við að bæta sig jafnt og þétt. Nóg er af hjólafólki á svæðinu og hafa t.d. norðmenn og svíar verið að æfa í sömu brautum og okkar menn.

Í kvöld fara keppendurnir svo til Franciacorta þar sem keppnin fer fram um helgina.

Einn hringur í MXoN brautinni

Nú þegar tæpir 3 sólahringir eru í MXoN þá geta menn fengið smá smjörþef af brautinni. Þetta lítur út fyrir að vera stærsta supercross braut í heimi…

Smellið hér