Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Úrslit frá Belgíu

Landsliðið okkar hjólaði um helgina í Belgíu í undirbúningi fyir MXoN. Á laugardaginn æfðu þeir en tóku svo þátt í belgíska meistaramótinu á sunnudag. Aron og Gulli kepptu í MX1 og urðu í 23. og 24. sæti af 27 keppendum. Viktor var í 18. sæti af 19 keppendum í MX2. Allir af top 10 í GP-inu voru með í keppninni þannig að standardinn var hár. Fengu þeir um 25þúsund kall (130 evrur) hver í verðlaunafé sem fer beint í Seðlabankann.

Hér er frétt af MXLarge.com um keppnina.

Nú eru þeir á leiðinni til Ítalíu og komast þangað seinnipartinn í dag.

Námskeið til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef verður með kennslu á Akureyri n.k Laugardag frá kl 16:00 til18:00.

Þetta er eins og síðastliðinn Laugardag til stuðnings strákanna okkar. Nú er ekki þörf á að skrá sig BARA AÐ MÆTA á staðinn. Verðið er, að venju, bara brandari kr 3.000.-  Norðanmenn og konur ættu að nýta sér þetta tækifæri og styðja við bakið á strákunum í leiðinni.

Svei mér þá ef strákarnir, Aron – Gulli og Viktor fara ekki að skulda Jóa, gott klapp á bakið. Jafnvel að þvo hjólið fyrir hann reglulega. 🙂

Flott mynd frá Sólbrekku

Egill Sigurðsson sendi vefnum þessa mynd sem hann tók í Sólbrekkukeppninni í sumar. Það vantaði sko ekki baráttuna í MX-Unglingaflokkinn í sumar og þessi mynd lýsir því nokkuð vel.

6 á flugi
6 á flugi

Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Kefarinn á kafi í útskýringum
Kefarinn á kafi í útskýringum

Jói Kef átti veg og vanda að námskeiðunum sem voru haldin í dag til styrktar strákunum okkar. Það var mikið fjör á námskeiðunum og eflaust sjá margir eftir því að hafa ekki skráð sig tímalega. Ég kíkti upp í Bolaöldu og í Þorlákshafnarbrautina og þar var allt að gerast. Ég hefði viljað vera í standi til að taka þátt í þessum kennslustundum 🙁 . Jói felldi niður námskeiðið í Mosóbraut og voru þar tvær ástæður, 1. Að brautin lokaðist vegna vatnavaxta og hin var sú að Viktor var upptekin við morgunverðarkornsstökk. Jóa og Gulla þótti ekki tiltökumál að bæta við á námskeiðin hjá sér enda engir aukvissar. Ég reif með mér imbavélina mína og smellti örfáum myndum.

Það er rétt að þakka Kefaranum fyrir þetta framtak, það er öruggt að STRÁKANA OKKAR munar um hverja krónu. Það er ekki hægt að segja að það sé ódýrt að fara erlendis þessa dagana.

Lesa áfram Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Bryndís endaði í níunda sæti í Svíþjóð

sm09_vasteras_bryndis-einarsdottir-2275
Bryndís í Västerås - Mynd: Per Friske

Sænska meistaramótinu í motocrossi er lokið í ár og er Bryndís Einarsdóttir komin heim aftur. Síðasta keppni ársins var um helgina í Västerås og endaði Bryndís í 7.sæti þar og lokaniðurstaða ársins var því 9.sæti og með jafn mörg stig og stúlkan sem endaði í 8.sæti. Þetta verður að teljast frábær árangur hjá henni en hún er aðeins 15 ára gömul og keppir í opnum flokki á sínu fyrsta tímabili á erlendri grundu.

Keppnin í Västerås var töluvert erfið og þrjú stór kröss í tímatökum ullu því að brautinni var breytt til að hægja ferðina. Það dugði skammt því alls voru 15 sjúkrabílaferðir þann daginn. Ekki hafa borist neinar fréttir þó af varanlegum skaða.

Sænski ljósmyndarinn Per Friske sendi okkar nokkrar myndir af Bryndísi í Västerås. Smellið hér fyrir þær.

Bolir til styrktar Team Iceland

Team Iceland Bolir
Team Iceland Bolir

Nú er hægt að fá boli til styrktar Team Iceland sem fer á MXoN í októrber. Bolina er hægt að kaupa í Verslunini Moto. Það þurfa allir að eiga einn bol, bolirnir koma í stærðum XS, S, M, L, XL. Verð 3.500.-

Svo ef það er áhugi að fá boli í búðina ykkar og selja þá er það ekkert mál.