Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Jói Kef stendur fyrir kennsludegi n.k Laugardag. 12.09.09.

Þennan dag hefur hann skipulagt til að styrkja strákana okkar til keppni á MXON. 

Hér er frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja bæta sig sem hjólara og í leiðinni styrkja strákana sem eru að keppa fyrir Íslands hönd. Námskeiðin henta öllum.

Strákarnir eru. Gulli #111. Aron #66. Viktor #84.

Fyrirkomulagið er einfalt en framkvæmdin er frábær.

Kennslan verður í eftirfarandi brautum.

Lesa áfram Kennsla til stuðnings STRÁKANNA OKKAR

Metþátttaka á MXoN

36 lið eru skráð til leiks á Motocross of Nations sem haldið verður á Ítalíu 3. og 4. okt. Þetta þýðir að nú verður ekki aðeins barist um að komast í A-úrslit heldur einnig í  B-úrslitin. Reglurnar eru þannig að 19 lið vinna sér sæti í A-úrslitum og 13 lið komast í B-úrslitin. Þannig að það þarf að ná 32.sæti til að komast í sunnudagsprógrammið.

Hér er keppendalistinn

250f úrslitin í USA réðust um helgina

Síðasta umferðin í ameríkukrossinu var um helgina. Chad Reed tryggði sér titilinn í 450 flokknum um síðustu helgi og nú voru það Justin Brayton og Tommy Hahn sem náðu að sigra moto. En spennan var öll í 250f flokknum. Hér er myndband um það sem gerðist um helgina:

[youtube width=“490″ height=“305″]http://www.youtube.com/watch?v=a20YuM2BBR8[/youtube]

Lesa áfram 250f úrslitin í USA réðust um helgina

Púkamót MotoMos afstaðið.

puk1
Frá MotoMos

Við viljum þakka frábæra þátttöku í púkamóti MotoMos um síðustu helgi, þar sem að krakkarnir sýndu frábæra takta og hrikalega harða baráttu og greinilegt að framtíðin er björt fyrir Íslenskt motocross.  Í raun og veru voru allir sigurvegarar þennan dag.

Motmos vill sérstaklega þakka Kela, Einari Bjarna, Dodda, Bínu og Helga (VÍK) fyrir hjálpina.

Einnig viljum við þakka Lexa sem bauð keppendum og fjölskyldum þeirra upp á grillaðar pylsur, og Púkinn.com fyrir verðlaunin.

Vonumst til að geta haldið svipað mót aftur fljótlega.  Sverrir var á svæðinu og tók myndir, hægt að sjá www.motosport.is

Brautin er í frábæru standi, hvetjum alla til að fara hjóla, muna eftir miðum á N1 í Mosó.

Bryndís með önnur 5 stig

Bryndís Einarsdóttir nældi sér í önnur fimm stig í seinni umferðinni í Heimsmeistaramótinu í Lierop í dag. Hún endaði í 16.sæti í báðum umferðunum en 17.sæti samtals í keppninni. Signý hætti keppni eftir 2 hringi í dag.

Heimsmeistarakeppninni er þar með lokið og varð Steffi Laier frá Þýskalandi heimsmeistari. Bryndís varð í 31. sæti í en Signý varð í 36.sæti en alls tóku 66 stelpur þátt. Bryndís keppti í þremur af 7 umferðunum.

Síðar í dag verður hægt að sjá seinni umferðina hér en nú er verið að sýna strákaflokkinn.

Hér er hægt að sjá úrslitin og helstu tölfræði úr keppnunum.

5 stig hjá Bryndísi í Lierop

Bryndís Einarsdóttir
Bryndís Einarsdóttir

Bryndís Einarsdóttir náði frábærum árangri í fyrra motoinu í Lierop í dag. Hún varð í 16.sæti og fékk því 5 stig í heimsmeistarakeppninni sem er frábær árangur eins og áður sagði. Bryndís var með 18. besta tímann í tímatöku og ók á jöfnum og góðum hraða í dag sem skilaði henni þessum árangri. Signý Stefánsdóttir keppni einnig í Lierop í dag en náði sér ekki á strik.

Þetta er síðasta umferðin í kvennaflokki í heimsmeistarakeppninni og eru þetta fyrstu stig Bryndísar í keppninni en Signý hefur hlotið 2 stig.

Seinna motoið verður keyrt í fyrramálið og verður það í beinni útsendingu hér á motocross.is klukkan 09:00. Smellið hér.