Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Er mikilvægt að vera vel tryggður í okkar sporti?

Þetta er spurning sem hefur farið oft í gegnum hausinn á mér undanfarin ár.
Fæ ég eitthvað út úr tryggingunum ef eitthvað gerist?
Er ekki eins gott að vera ótryggður ef maður er ekki að keppa í sportinu okkar?

Nú kom það í ljós hjá mér!!!

Ég er með allar mínar tryggingar hjá Sjóvá og er með ábyrgðartryggingu, kaskótrygginu og viðaukakeppnistryggingu. Já sæll !!og þetta kostar mig heilan helling á ári. En er þess virði.

Þar sem ég lenti í krassi nýlega og tjónaði bæði mig og hjólið  sá ég fram á verulegan kostnað í þessu dæmi hjá mér.  Ég ákvað að kanna rétt minn hjá Sjóvá.
Ég bjóst við hinu versta og ætti ekki von á neinum bótum, það var nú aldeilis ekki raunin. Ég er búinn að fá frábæra þjónustu og leiðbeiningar hvernig ég á að snúa mér í þessu hjá Sjóvá. Þar sem hjólið er kaskótryggt á ég rétt á bótum sem nemur umfram sjálfsábyrgðina.
En það er ekki aðalmálið, hjólið er bætanlegt en líkamstjón er allt annað og mikilvægara. Ég slasaðist reyndar frekar lítið og á ekki vona á öðru en að ég jafni mig. En aðalatriðið væri ef ég hefði slasast verulega, hvað þá!!. Í ábyrgðartryggingunni  er slysatrygging og hún tekur við ýmsu sem að almannatryggingar bæta ekki. Einnig er skylda að hafa viðaukatryggingu fyrir keppnisfólk.
Til að fá nánari útskýringar hafði ég samband við Sumarliða Guðbjörnsson sem er sérfræðingur hjá tjónasviði Sjóvá.

Lesa áfram Er mikilvægt að vera vel tryggður í okkar sporti?

Lokun í MotoMos

MotoMos verður lokuð eftir kl 18:00 í dag vegna undirbúnings fyrir púkamótið,  brautin verður lokuð fram að keppni, erum að græja og gera allt klárt fyrir sunnudaginn.

Skráning í Púkakeppni MotoMos

tun1

Opið er fyrir skráningu í púkakeppni MotoMos sem verður 30. ágúst.  Ýtið hér til að skrá ykkur.

Púkakeppni MOTOMOS

tun

Þann 30 ágúst verður haldinn krakkakeppni í Motomos-brautinni í tilefni af bæjarhátíð Mosfellinga, Í túninu heima.
Keppnin er opinn fyrir krakka á aldrinum 6 til 13 ára og verður skipt í fjóra flokka eftir aldri,
þ.e. 6 – 7 ára 8 – 9 ára, 10 – 11 ára og 12 – 13 ára óháð vélarstærð.  Tveir flokkar verða keyrðir saman í brautinni og lítur dagskráin svona út:

tt1

Í keppninni verður tímataka með MSÍ kerfinu svo þeir sem hafa aðgengi að sendum eru hvattir til að koma með þá, Motomos mun sjá þeim sem ekki geta útvegað sér senda fyrir þeim búnaði sem þarf.
Keppnisgjald er kr. 1.000,- og er innifalið í því brautargjald og sendir ef þarf.

Skráning hefst á morgun á www.motomos.is

Dagskrá LEX Games

lex09_logo_150Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér

Dagskrá á A5
Plakat á A3

Annars er þetta svona:

kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni

Lesa áfram Dagskrá LEX Games

Chad Reed meistari í Ameríku

Reed brosir útí bæði
Reed brosir útí bæði

Í maí áttu ekki margir von á að Chad Reed myndi verða Ameríkumeistari í motocrossi. Reed hafði tekið sér tveggja ára frí frá keppni í motocrossi og einbeitt sér að supercrossinu.  Tveimur vikum fyrir tímabilið ákvað hann að taka þátt og keppinautar eins og Ryan Villopoto og Mike Alessi voru miklu líklegri til sigurs. Þeir meiddust báðir snemma á tímabilinu og þetta hefur verið nokkuð auðvelt fyrir Reed síðan. Reed hefur áður unnið tvo supercross titla en í bæði skiptin voru helstu keppinautar hans meiddir.

Um helgina í Budds Creek náði hann að vinna keppnina og er með 103 stiga forskot þegar 100 stig eru í boði í síðustu tveimur keppnunum. Davi Millsaps náði að vinna sitt fyrsta moto á ferlinum en það dugði honum skammt.