Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Kaninn með nýtt lið á MXoN

Bandaríkjamenn hafa unnið Motocross of Nations oftast allra þjóða og oftast verið með feykilega sterkt lið. Að þessu sinni eru tveir ungir nýliðar í liðinu enda hefur verið talsvert um meiðsli hjá toppökumönnum í sumar. Ivan Tedesco er sá eini sem hefur áður keppt í keppninni en hann tók þátt 2005 og 2006. Nýju ökumennirnir eru Jake Weimar og Ryan Dungey.  Dungey mun keppa í MX1 á 450cc hjóli en hann leiðir nú ameríkukeppnina í 250cc flokki.

Fróðlegt verður að sjá hvort ungu strákarnir þoli álagið.

50 manns skráðir í bikarkeppnina í kvöld

Það eru 50 manns skráðir í bikarkeppnina í Bolaöldu sem verður að teljast frábært fyrir bikarkeppni sem er haldin með þetta stuttum fyrirvara. Í dag er verið að græja brautina og gera allt klárt. Brautin er algjörlega frábær um þessar mundir og engin spurning að þetta verður skemmtileg keppni. Spáin og stemningin er góð og við ætlum því að leyfa skráningu alveg fram að keppni á staðnum eða með því að senda tölvupóst á vik@motocross.is

Eftirfarandi eru skráðir til keppni nú þegar – og enn hægt að bæta við fleirum! Lesa áfram 50 manns skráðir í bikarkeppnina í kvöld

LEX-Games 09

29. águst er dagur sem verður tileinkaður öllum helstu jaðar og motorsportum á Íslandi þar sem haldin verður lítil eftirlíking af X-games.
Þar fær hver grein stutta stund til að vera með keppnir og syningar og kynna sitt sport fyrir almenning. Til dæmis verða þarna sýningar og keppnir í motocross, Freestyle, Trial, fjórhjólacross, drullupytt, reiðhjóla downhill, Dirt Jump, BMX en einnig verða flugvélar, rally, rallycross, torfæra og margt fleira á dagskránni.
Allt á einum degi í Motocross brautinni í Jósepsdal, Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni á leið til Selfoss.

Þéttpökkuð dagskrá allan daginn og X-ið sér um lifandi tónlist.

Bikarmót á fimmtudaginn

VÍK stendur fyrir bikarmóti í motocrossi í Bolaöldu á fimmtudaginn… eftir aðeins 2 daga. Skráning hefst í kvöld hér á motocross.is og líkur annað kvöld. Keppnin verður svo á fimmtudagskvöld og hefst skoðun klukkan 17 en keppnin hefst klukkan 18:45.
Keppt er í fimm flokkum:

  • 85cc
  • Kvenna flokkur
  • 125cc flokkur
  • B-flokkur
  • Opinn flokkur

Keppnisgjald er 3.000 fyrir hvern keppanda. Tilvalið fyrir þá sem ekki hafa keppt áður, ekki þarf að vera með keppnisnúmer frá MSÍ en það þarf að vera með tímatökusendi sem hægt er að leigja í Nítró.

Hér er dagskráin:

Lesa áfram Bikarmót á fimmtudaginn

Íslandsmótið í Sólbrekkubraut

Aron Ómarsson
Aron Ómarsson

Mótsdagur rann upp ótrúlega bjartur miðað við rigningar síðustu dagana fyrir mót. Má segja að veðurguðirnir hafi reynst þáttakendum hliðhollir í þetta sinn.

Þessari 4. umferð Íslandmótsins í Motocrossi lauk með yfirbuðrasigri Arons Ómarssonar en hann leiðir Íslandsmótið með fullt hús stiga þegar ein umferð er eftir. Ótrúlega gaman var að fylgjast með þessari spennandi og skemmtilegu keppni og voru þau mörg tilþrifin sem keppendur sýndu.

Mikill mannfjöldi sótti mótið heim en um 600 manns mættu á svæðið og er þetta eitt af fjölmennustu mótum á Sólbrekkubraut, – en þau eru reyndar alltaf vel sótt.

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness vill þakka öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum þætti kærlega fyrir. Sérstakar þakkir fá þó RR Verktakar, KFC, Kaffitár og Hellusteinn.

Stjórn VÍR

Slakað á eftir helgina

Það var mikið fjör hjá nokkrum af Honda strákunum, eftir harðar æfingar síðustu vikur.  Smellti nokkrum myndum af þeim sem hægt er að skoða hér

mos-3