Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Landsliðið tilkynnt – tveir nýliðar

Gunnlaugur Karlsson, annar nýliða í landsliðinu
Gunnlaugur Karlsson, annar nýliða í landsliðinu. Mynd: Kleó

Landsliðseinvaldurinn Stefán Gunnarsson hefur tilkynnt landslið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram á Ítalíu dagana 3. og 4. október.

Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2009:

Aron Ómarsson #66 á Kawasaki KX-F450 mun keppa í MX-1 flokki með númerið 88, Viktor Guðbergsson #84 á Suzuki RM-Z 250 mun keppa í MX-2 flokki með númerið 89 og Gunnlaugur Karlsson #111 á KTM  SX-F 505 mun keppa í MX-Open flokki með númerið 90.

Einar Sigurðarson sem er í öðru sæti til Íslandsmeistara í motocross gaf ekki kost á sér í liðið að þessu sinni og sagði í spjalli við motocross.is að hann vildi hleypa yngri ökumönnum að eftir að hafa keppt undanfarin tvö ár í MXoN.

Lesa áfram Landsliðið tilkynnt – tveir nýliðar

Úrslit frá Unglingalandsmóti

Yfir 10 þúsund manns voru á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um helgina og fór mótið vel fram. Á þessum mótum mega allir krakkar á aldrinum 11-18 ára keppa. Keppni í motocrossi var síðdegis í dag og var hún bráðfjörug og skemmtileg. Fjöldi fólks fylgdist með frábærum tilþrifum þessara ungu og efnilegu ökumanna.

Úrslitin í motocrossinu í dag má sjá með því að smella á LESA MEIRA.

Lesa áfram Úrslit frá Unglingalandsmóti

Flaggara vantar á Sólbrekku

Flaggara vantar í 4 umf. Íslandmótsins í motocrossi sem haldin verður 8. ágúst á Sólbrekkubraut.
Í boði eru : Ársmiðar í Sólbrekkubraut og matur á keppnisdag.
Áhugasamir hafi samband við Eyjólf í síma: 898-6979 eða sendi tölvupóst á eyvileos@simnet.is

Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur

Stjórn MSÍ hefur falið Stefáni Gunnarssyni stjónarmanni MSÍ að leiða landslið Íslands í Moto-Cross til keppni á MX of Nations sem að þessu fer fram í byrjun október á Ítalíu.

Stefán Gunnarsson landsliðseinvaldur mun skipa lið Íslands eftir 4. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fram fer í Sólbrekku 8. ágúst.

Stjórn MSÍ mun leggja liðinu til fararstyrk en gera má ráð fyrir að landsliðið haldi til Ítalíu í lok september og verði við æfingar ytra vikuna fyrir keppnina sem fram fer á Ítalíu dagana 3. og 4. október.

MX Álfsnes 85cc

Í MX mótaröðinni leiðir Guðmundur Kort 85cc flokkinn. Guðmundur er á sínu síðasta ári í flokknum og hefur sýnt öruggan og góðan akstur á Honda 150cc . Guðmundur hefur endað í fyrsta sæti í þeim keppnum sem lokið er og hefur ágætt forskot í stigakeppninni. Nú þegar 2 keppnir eru eftir í MX mótaröðinni má segja að allt sé opið því að nokkrir ökumenn eru að narta í hælana á Guðmundi. Má þar nefna þá Guðbjart á Honda 150, Harald Örn á TM Racing 85 og Ingva á KTM 85 sem eru allir örfáum stigum á eftir Guðmundi og hafa þeir sýnt að þeir eru til alls líklegir. Á eftir þeim Guðbjarti, Haraldi og Ingva í stigasöfnuninni koma þeir Einar, Þorsteinn og Gylfi allt mjög efnilegir strákar . Hinrik Ingi hefur átt góða spretti í sumar en hann á það til að fara langt frammúr sér í keppni og hefur því ekki gengið vel að safna stigum. Í mótaröðinni hafa um 15-20 keppendur verið skráðir til leiks í hverri keppni og verður spennandi að sjá hvernig leikar skipast í þeim keppnum sem eftir eru.