Landsliðseinvaldurinn Stefán Gunnarsson hefur tilkynnt landslið Íslands í samráði við stjórn MSÍ til þáttöku á Moto-Cross of Nations sem fer fram á Ítalíu dagana 3. og 4. október.
Eftirfarandi ökumenn keppa fyrir Íslands hönd á MX of Nations 2009:
Aron Ómarsson #66 á Kawasaki KX-F450 mun keppa í MX-1 flokki með númerið 88, Viktor Guðbergsson #84 á Suzuki RM-Z 250 mun keppa í MX-2 flokki með númerið 89 og Gunnlaugur Karlsson #111 á KTM SX-F 505 mun keppa í MX-Open flokki með númerið 90.
Einar Sigurðarson sem er í öðru sæti til Íslandsmeistara í motocross gaf ekki kost á sér í liðið að þessu sinni og sagði í spjalli við motocross.is að hann vildi hleypa yngri ökumönnum að eftir að hafa keppt undanfarin tvö ár í MXoN.