Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

98 dB

Í flestöllum þeim löndum sem við miðum okkur við hafa verið teknar upp reglur um leyfilegan hámarks hávaða frá mótorhjólum. Rökin fyrir því að setja reglur af þessu tagi eru í mínum huga aðallega tvíþætt.

· Að vernda heyrn keppenda, aðstoðarmanna, starfsmanna á keppnum og áhorfenda.

· Að draga úr hávaðamengun í umhverfinu sem er þyrnir í augum almennings í landinu.

Reglur um leyfilegan hámarkshávaða frá útblástursröri mótorhjála er að finna í motocross- og enduro-reglum MSÍ. Í reglum MSÍ segir Lesa áfram 98 dB

Aron enn með fullt hús

Aron vann öll þrjú motoin á Álfsnesi í dag og er því enn með fullt hús í MX-Open flokki á Íslandsmótinu eftir 3 umferðar. Hann sigraði með nokkrum yfirburðum en þó var mjótt á mununum í fyrsta motoinu þegar Gunnlaugur Karlsson var aðeins 0,5 sek á eftir honum, eftir fall Arons í næstsíðustu beygju. Kári Jónsson kom sterkur inn og endaði annar og Íslandsmeistarinn Einar Sigurðarson stöðugur í þriðja sæti.

Viktor Guðbergsson er kominn með aðra höndina á farseðil á MXoN eftir að hafa unnið MX2 flokkinn og jafnframt verið í 4.sæti í keppninni.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir með talsverðum yfirburðum en þetta er fyrsta keppni hennar á Íslandi á þessu ári. Hún hefur verið að keppa í heimsmeistarakeppnum í Evrópu í sumar.

Lesa áfram Aron enn með fullt hús

Lognmolla á Álfsnesi

Veðurspá morgundagsins
Veðurspá morgundagsins

Það er útlit fyrir lognmollu á Álfsnesi á morgun. Eylítilli vestanátt er spáð í borginni þannig að ef það verður einhverntíma logn á Álfsnesi þá verður það á morgun. Engin vindur kemur þá á fleygiferð niður Esjuhlíðar og Mosfellsdalinn, heldur einungis andvari af hafinu.

En það verður ábyggilega engin lognmolla á brautinni. Spennandi keppni er í öllum flokkum hvort sem menn eru að keppa um titla, landsliðssæti, stolltið, heiðurinn eða bara að skemmta sér. Eins og fram hefur komið hafa miklar framkvæmdir verið á nesinu síðusu vikurnar og allt bendir til þess að brautin toppi á morgun og verði í toppformi. Margir keppendur hafa löngum verið sammála um að Álfsnesið sé skemmtilegasta braut landsins þegar rakastigið er rétt. Meðal annars þess vegna má búast við gríðarlega skemmtilegri keppni á morgun.

Við hvetjum áhorfendur til að mæta á svæðið og fylgjast með. Keppnin hefst klukkan 12 og keppni í meistaraflokki hefst klukkan 14.

Flaggarar! Mæting kl.08:30 á morgun

VÍK áréttar til allra flaggara að áætluð mæting er kl.08:30 á morgun upp í Álfsnes og í allra síðasta lagi kl.09:00.  Pálmar, yfirflaggari, mun rölta með flöggurum yfir brautina og skipuleggja róteringar.  Af gefinni reynslu frá síðustu keppni, að þá er óvitlaust að vera með lítinn bakpoka með sér fyrir t.d. einn kaffibrúsa eða kakó og eitthvað til að maula.  Einnig getur verið gott að geta geymt föt í bakpokanum ef hitastigið skyldi fara upp úr öllu valdi og svo öfugt, þ.e. klætt sig í ef kólnar.  Það er búið að útvega hádegismat.

Áminning fyrir flaggara

Minni flaggara á stuttan hitting upp í Álfsnesi í kvöld, fimmtudaginn 23 júlí kl.20:30.  Þetta verður örstuttur fundur fyrir mótið á laugardag og eiga allir að hafa fengið póst um innihald fundarins.  Einnig getur verið gott fyrir þá sem aldrei hafa komið upp í Álfsnes að koma og skoða aðstæður.

„Slowmo“ hittingur í MotoMos

sheep-on-motorcycle „Slowmo“ hittingur í MotoMos í dag 22. júlí kl.19-22.
Þetta er hugsað fyrir hægari ökumenn og byrjendur.
Þá má ekki keyra hratt í brautinni, ekki spóla fram úr neinum og
síðasta upp brekkan verður EKKI keyrð (erfiðasta brekkan).

Við hvetjum alla, 85 ökumenn, gamlar mömmur, ungar mömmur, gelgjur og sveitta pabba að mæta á svæðið.