Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Tæpur sólahringur til stefnu – skráningarfrestur rennur út í kvöld…

Viljum árétta það, þar sem svo margir virðast alltaf bíða með það fram á síðustu stundu eða hreinlega gleyma því, að skráning rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 21 júlí fyrir þriðju umferð Íslandsmeistaramótsins í motocrossi.  Eitthvað hefur verið um það að fólk gleymir aðgangsorði sínu eða lendir í veseni og þá er oft of seint í rassinn gripið og lítið hægt að gera til að bjarga málunum.  Þannig að betra er að skrá sig í tíma, ef eitthvað skyldi koma upp á, svo hægt er fyrir viðkomandi að leita til MSÍ eða síns félags ef þeir lenda í vandræðum með sjálfa skráninguna.

Flaggarar – VÍK minnir á mótið laugardaginn 25 júlí

VÍK vildi minna flaggara góðfúslega á að þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins fer fram á svæði VÍK í Álfsnesi og nærveru þeirra er óskað þar sem þeir stóðu sína vakt með mikilli prýði í síðustu keppni.  Einnig eru hugmynd að hittast upp í Álfsnesi á fimmtudagskvöldið kl.20:30 og yrði þetta stuttur fundur með smá yfirferð um síðustu keppni og þá sem verður á laugardaginn.

Reed og Dungey unnu í Millville

Chad Reed er líklegur í að vinna sinn fyrsta utanhússtitil í Ameríku. Hann sem var hættur að keppa utanhúss en kom óvænt í keppnina á þessu ári og nú stendur hann með pálmann í höndunum.

Dungey og Pourcel berjast í 250 flokknum og eru aðeins 4 stig á milli þeirra eftir helgina. Hér eru annars frekari fréttir af þeim…

[youtube width=“520″ height=“320″]http://www.youtube.com/watch?v=CtdMmFXRWLc[/youtube]

Opnunartími MotoMos

Af gefnu tilefni viljum við minna á opnunartíma MotoMos brautarinnar, það er óþolandi þegar fólk getur ekki farið eftir reglum brautanna og eru bara að skemma fyrir öllum öðrum.  Sumarbústaðareigandinn fyrir ofan brautina hringdi í mig kl 00:30 og sagði mér að menn hafi verið að hætta að hjóla þá:(

Opnunartími MotoMos er :  Mánudaga til föstudaga frá kl 10-22
og laugardaga og sunnudaga frá kl 10-18

Reglur MotoMos er að finna neðst hér

MXoN nálgast

mxon_logo.jpgÞað er óhætt að segja að Motocross of Nations nálgist hratt. Til stendur að Ísland sendi lið á keppnina en í þetta skiptið verður hún haldin á Franciacorta brautinni við Brescia á Ítalíu þann 3. og 4.október n.k.. Ísland verður með keppnisnúmerin 88, 89 og 90 í keppninni þetta árið.

Ljóst er að allavega einn nýr keppandi verður í íslenska landsliðinu þar sem Valdimar Þórðarson hefur ekki keppt í Íslandsmótinu í sumar, spennandi verður að sjá hver það er. Staðan í Íslandsmótinu fyrir Álfsneskeppnina er eftirfarandi:

  • Aron Ómarsson 150 stig
  • Einar Sverrir Sigurðarson 128
  • Gunnlaugur Karlsson 117
  • Kári Jónsson 91
  • Ragnar Ingi Stefánsson 83

Nú er rétti tíminn til að huga að flugmiðum á staðinn en Icelandair flýgur ekki beint til Mílanó nema út ágúst þannig það þarf að finna tengiflug. Hér er listi yfir helstu flugvelli í nágrenninu:

  • Bergamo Orio al Serio Airport,  38 km

    voila_capture11b
    Nokkrir flugvellir á Norður-Ítalíu
  • Brescia Montichiari Airport – Gabriele D’Annunzio, 35 km
  • Milano Linate Airport, 80 km
  • Verona Villafranca Airport – Catullo, 75 km
  • Milano Malpenza, 125 km

Motocross.is hefur verið boðið að vera með beina sjónvarpsútsendingu af keppninni með  lýsingu frá staðnum á íslensku. Áhugasamir kostendur geta haft samband við vefstjóra. (mjög hagstætt verð í boði)

Fleiri upplýsingar um keppnina er hægt að nálgast á www.mxnations2009.com

Unglingadagur VÍR í Sólbrekku

Unglingadagur fyrir 12 – 18 ára verður haldinn í Sólbrekkubraut laugardaginn 18. júlí ef næg þáttaka verður.

Þáttökugjald er kr. 3.000 – sem greiðist við komu á staðnum – enginn posi.
Frítt fyrir áhorfendur.
Ath. Skila þarf skriflegu leyfi frá foreldri sjá hér.

Mæting kl. 12.00 byrjað verður. kl. 12.30
Dagskrá:
Útsláttarkeppni :
1 fl. 12 – 14 ára
2 fl. 14 – 16 ára
3 fl. 16 – 18 ára
4 fl. Opinn stelpuflokkur

Tilkynna þarf um þáttöku á rm250cc@simnet.is – Skráningu líkur á miðnætti 16 júli.

Hverjum alla unglinga til að taka þátt – allir velkomnir.

Allir þáttakendur fá viðurkenningu en einnig verða veitt verðlaun fyrir 1. sæti í öllum flokkum.

Í lokin verður síðan farið í móaakstur og “móameistari VÍR 2009” valinn og að sjálfsögðu grillum við á eftir.
Hittumst höfum gaman af og skemmtum okkur. Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja
Unglingadeild VÍR.
www.vir.is