Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Myndir frá MX Bolöldu um helgina

Ég tók nokkrar myndir í Bolöldu á laugardaginn. Áhugasamir geta skoðað myndirnar í vefalbúminu.

Kveðja Haraldur

Stelpurnar okkar í Uddevalla

FIM

11. umferðin í heimsmeistarakeppninni í motocrossi fer fram um helgina í  Uddevalla í Svíþjóð. Stelpurnar okkar, þær Signý Stefánsdóttir og Bryndís Einarsdóttir eru báðar mættar til leiks og munum við fylgjast með þeim um helgina þar sem vefstjóri verður á staðnum. Fyrra mótóið er síðdegis á laugardag og seinna motoið er á sunnudagsmorgun klukkan 9.15 að íslenskum tíma. Seinna motoið er sýnt beint á netinu. Karlakeppnin verður svo sýnd beint á netinu og á Motors TV.

Seinni hluta vikunnar ætti svo stærri frétt að birtast hér á síðunni um keppnina þegar búið verður að klippa saman myndir.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um sjónvarpsstöðvar og internetsendingar.

Mæting kl.08:30 fyrir flaggara á laugardaginn

Allir flaggarar þurfa að mæta kl.08:30 upp í Bolaöldu laugardaginn 4 júlí.  Boðið verður upp á kaffi og kleinur og farið verður lítilsháttar yfir stöðu mála og hvað þarf að gera.  MJÖG ÁRÍÐANDI AÐ ALLIR FLAGGARAR MÆTI! Allir þeir sem skráðu sig til starfsins eiga að hafa fengið dagskrá dagsins ásamt flöggunarreglum í tölvupósti.  Ef einhver flaggari hefur ekki fengið tölvupóst með þessu innihaldi, að þá vinsamlegast senda póst á netfangið: sverrir636@gmail.com og ég mun senda það um hæl.

Hamingjumót í motocrossi á Hólmavík

Hólmavík
Loftmynd af Skeljavíkurbraut við Hólmavík

Motocrossfélag Geislans á Hólmavík stendur fyrir Hamingjumóti í motocrossi á föstudaginn í tilefni af bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík um helgina. Félagsmenn eru nýbúnir að ljúka við framkvæmd á Skeljavíkurbraut sem er um 1.450m að lengd og öll hin glæsilegasta.

Þátttökugjald er 4.000 krónur og verður keppt í öllum helstu flokkum og eru allir hamingjusamir velkomnir. Keppnin hefst klukkan 18 á föstudaginn 3.júlí. Hægt er að skrá sig á thorsteinn@holm.is eða í síma 695-6490 (Ásgeir).

Heimasíða Geislans er www.123.is/strandir

Flaggarar! Stutt kaffispjall á morgun…

Til þeirra flaggara sem náðist ekki í með tölvupósti, að þá langar VÍK að hitta ykkur aðeins í kvöld, miðvikudagskvöldið 1 júlí, og fara aðeins yfir keppnina á laugardaginn.  Mæting um kl.19.  Þetta verður stutt og óformlegt kaffispjall.  Þeir flaggarar sem eiga eftir að sækja kortin sín til Garðars upp í Bolaöldu geta þá sótt þau á morgun.  Ef þið getið ekki mætt, þá vinsamlegast tilkynnið forföll í netfangið sverrir636@gmail.com.

Afmælisveisla MotoMos.

Í tilefni af 1.árs afmælis Motomos brautarinnar 17. júní 2009,  verður slegið upp
afmælisveislu í brautinni frá kl 11:00-14:00, það er frítt í brautina og kveikt verður
á grillinu kl 12.  Komdu með í MotoMos og eigðu góðan dag með fjölskyldunni

Brautin verður lokuð í dag, vegna viðhalds fyrir morgundaginn, opnar kl 11 á morgun.