Þær frábæru fréttir voru að berast að búið er að setja á bikarmót í motocrossi á Ólafsfirði 27.júní og nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningu á msisport.is. Brautin hefur verið lengd í 1500m og er í frábæru ástandi með flottum stökkpöllum.
Keppt verður í öllum hefðbundnum flokkum og dagskráin einnig hefðbundin.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
Skráning á motocross æfingar VÍK
Skráning er hafin í Barna- og Unglinganámskeið VÍK í motocrossi. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan. Skráningin tekur gildi þegar millifærsla fyrir æfingargjöldum hefur verið framkvæmd.
Vinsamlega lesið fyrst nánari upplýsingar um æfingarnar hér.
VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar
VÍK mun í sumar standa fyrir skipulögðum æfingum fyrir yngstu aldurshópana og byrjendur. Þetta hefur lengi verið á verkefnalistanum og nú verður þetta loks að veruleika. Félagið hefur fengið til liðs við sig nokkra af reyndustu ökumönnum og leiðbeinendum landsins til að halda regluleg námskeið í sumar.
Félagið hefur ennfremur samið við ÍTR þannig að allir 18 ára og yngri sem búsettir eru í Reykjavík geta nýtt sér Frístundakortið til að greiða fyrir æfingarnar. Æfingagjöld eru mjög hagstæð en innifalið í gjaldinu er árskort í brautir VÍK.
Lesa áfram VÍK stendur fyrir æfingum barna og unglinga í sumar
Alessi leiðir í Ameríku
Ryan Villopoto byrjaði motocross tímabilið eins og hann lauk supercrosstímabilinu, með sigri. Hann var með nokkuð gott forskot í hraða á aðra keppendur en svo meiddist hann á æfingu og verður frá allt tímabilið þar sem hann þarf að fara í aðgerð á hné. Mike Alessi var ekki lengi að átta sig á því að hans tími væri kominn. Hann hefur nánast leitt alla hringi síðan og virðist kunna vel við sig með gott forskot.
Chad Reed ákvað á síðustu stundu að taka þátt í motocrossinu en hann var eingöngu samningsbundinn til að keppa í supercrossi. Hann er að standa sig vel, var í öðru sæti í seinna motoinu í gær og er í öðru sæti að stigum. Reed þarf þó að hafa sig allan við því keppnin er hörð, þeir Andrew Short, Ivan Tedesco og Josh Grant eru allir mjög nærri.
Icemoto TV – fyrsti þáttur
Icemoto TV var á Akureyri um helgina og hér er fyrsti þátturinn.
[youtube width=“540″ height=“330″]http://www.youtube.com/watch?v=cYI3STiVGPo[/youtube]
Aron sigraði fyrir Norðan með fullt hús stiga
- Aron Ómarsson
- Einar S. Sigurðarson
- Gunnlaugur Karlsson
- Kári Jónsson
- Gylfi Freyr Guðmundsson