Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Aron vann fyrsta motoið fyrir Norðan

Blíða
Veðrið fyrir norðan núna!

Aron Ómarsson vann fyrsta mótoið í MX-Open flokki á Íslandsmótinu í motocrossi sem nú fer fram á Akureyri. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Einar S. Sigurðarson varð annar, Kári Jónsson þriðji og Gylfi Freyr Guðmundsson fjórði.
Fleiri fréttir verða birtar hér þegar þær berast en frábært veður er á staðnum og aðstæður allar þær bestu.

Aðstoð við uppsetningu hliða á Akureyri

KKA menn eru búnir að vera fullu alla vikuna við að undirbúa brautina

Væri gaman að koma þessari línu upp f. keppni!
Væri gaman að koma þessari línu upp f. keppni!

og segja hana vera orðna bestu braut á landinu og lofa frábærri keppni á sunnudaginn. Það hefur hins vegar ekki náðst að setja upp starthlið í brautina. Starthliðin úr Bolaöldu eru þó staðsett fyrir norðan (í sinkhúðun) og mögulega er hægt að setja þau upp á laugardag með hjálp góðra manna. Við auglýsum því eftir aðstoðarmönnum á laugardaginn kl. 10 við að henda hliðunum saman og gera keppnina enn skemmtilegri. Vinsamlegast kommentið við greinina ef þið getið mætt til að hjálpa. Kv. úr góða veðrinu f. norðan.

Motocrossið á RÚV í sumar

sjonvarpidlogo223Gengið hefur verið frá samningum um að sýna 5 þætti frá Íslandsmótinu í Motocrossi. Þættirnir verða sýndir á RÚV í sumar og munu Þorvarður Björgúlfsson og Magnús Þór Sveinsson hafa veg og vanda með framleiðslu þáttanna. Þættirnir eru kostaðir af Snæland Video og Púkinn.com.

Sýningartímar þáttana hafa ekki verið ákveðnir, en þeir verða sýndir tvisvar hver. Í haust mun svo koma út DVD diskur með þáttunum.

Fréttir frá Ameríku

Ameríska motocrossið hófst um síðustu helgi og hér er komið flott frétta-video frá RacerX. 

[youtube width=“560″ height=“340″]http://www.youtube.com/watch?v=sIQ4OTJ_Qv0[/youtube]

Hver verður Íslandsmeistari?

Nú er skráningu lokið í fyrstu motocross keppni sumarsins og eru 98 keppendur skráðir. Þátttakan verður að teljast nokkuð góð og er sérstaklega gaman að sjá góða skráningu í MX-open flokkinn. Athyglisvert er að Valdimar Þórðarson er ekki skráður til leiks en hann hefur verið í toppbaráttuinni í mörg ár og í landsliðinu. Tveir sterkir ökumenn eru að koma aftur eftir meiðsli og það eru þeir Gylfi Freyr Guðmundsson og Kári Jónsson sem báðir verða að teljast líklegir til afreka í sumar. Í baráttunni með þeim verða örugglega Aron Ómarsson og Einar Íslandsmeistari Sigurðarson. Ef allir haldast ómeiddir út sumarið er líklegt að spennan haldist fram á síðasta hring.
MX2 verður ekki síður spennandi þar sem Sölvi Sveinsson, Eyþór Reynisson, Heiðar Grétarsson og Viktor Guðbergsson verða að teljast líklegastir til afreka.
Einnig verður að teljast skemmtiegt að sjá nýjan lit í brautinni en allnokkur gul hjól verða á svæðinu. 

Hver verður Íslandsmeistari?? Takið þátt í könnuninni hér fyrir neðan

[poll id=“2″]