Það er ótrúlegt hvað margir bíða með að skrá sig alveg fram á síðustu stundu í stað þess að klára dæmið vitandi að þeir ætla sér að keppa. Eða það sem verra er, vegna sofanda hátts, gleyma að skrá sig sér og öðrum til mikilla ama. Því viljum við minna fólk á að skrá sig í tíma á vef MSÍ því skráningarfrestur í fyrsta motocrosskeppni ársins rennur út á miðnætti þriðjudaginn 26 maí. Eftir það er EKKI HÆGT AÐ SKRÁ SIG. Einnig bendum við fólki á að kynna sér reglur vegna keppninnar, sbr. flöggunarreglur, merkingar á hjólum og keppnisreglur svo eitthvað sé nefnt ásamt að prenta út þátttökuyfirlýsingu sem á að vera undirrituð og tilbúin við skoðun á hjólinu. Það er líka áríðandi að fólk sé búið að ganga frá félagsgjöldum í sín félög/klúbba fyrir árið 2009 því annars verður skráning ekki gild í mótið. Ef þig vantar leigusendi, að þá eru þeir til leigu í Nitró og betra að gera ráðstöfun hvað þá varðar í tíma. Að lokum, öll hjól þurfa að vera með gildar ábyrgðatryggingar.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
Bolaalda opin – nýlöguð og vökvuð eins og hægt er
Búið er að opna brautina í Bolaöldu og er búið að yfirfara hana og reynt hefur verið að vökva hana eins og kerfið býður upp á. Miðjarðarhafsstemming er á svæðinu núna og sprangar fólk um á stuttermabolnum. VÍK mælist til að fólk fari frekar í Bolaöldu en Álfsnes þar sem Álfsnes hefur ofþornað og er ekkert annað en ryk í boði þar með tilheyrandi vandræðum fyrir loftsíuna. Það er spáð rigningu um helgina og gæti Álfsnes orðið góð eftir helgi.
Motocrossbrautin á Akureyri opnar
Motocross brautin á Akureyri verður formlega opnuð á morgun, laugardaginn 16. maí. Búið er að vinna við að koma brautinni í stand í vikunni, allir pollarnir voru ræstir út og brautin sléttuð. Brautin kemur ótrúlega vel undan vetri og er það að þakka því frábæra efni sem í henni er. Minni á að miðar eru seldir í bensínstöðinni N1 við Hörgárbraut (rétt hjá Bónus). Árskort verða seld eins og vanalega hjá Stebba Gull í Studio 6 og hefst sala þeirra mánudaginn 18. maí.
Til hamingju með Hjólasumarið mikla!!
Unnar Helgason
Hafið með undirskrift forráðamanna
Eins og alltaf þá verða ólögráða keppendur að framvísa þátttökutilkynningu undirritaðri af foreldri/forráðamanni við skoðun hjóls. Eyðublöð verða til taks á morgun en einnig má prenta út neðangreindan texta og koma með það tilbúið á morgun.
Keppendur og félagsgjöld
Nokkur fjöldi keppenda virðist enn eiga eftir að ganga frá greiðslu félagsgjalda.
Gangið endilega frá því sem fyrst svo ekki komi til leiðinda á keppnisdegi, því ekki fæst leyfi til þátttöku nema frá því hafi verið gengið.
Slóðar í Bolaöldu opnir
Búið er að opna fyrir akstur um slóða-net Bolaöldu. Menn eru þó beðnir um að beita skynseminni vel í umgengni við slóðirnar – eins og alltaf. Þó svo að stígarnir séu að mestu orðnir þurrir, þá geta leynst í þeim einstaka bleytusvæði. Reynið að keyra ekki út fyrir stígana við slíkar aðstæður. Minnkið frekar hraðann og læðist yfir. Með því móti minnka líkurnar á skemmdum og slysum.
Lesa áfram Slóðar í Bolaöldu opnir