Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Motocrossbrautin ennþá lokuð vegna mikillar aurbleytu

Því miður verður motocrossbrautin í Bolaöldu lokuð áfram, eða þar til annað verður tilkynnt.  Við vinnslu í brautinni og með hjálp úrkomu hefur myndast mikill aurbleyta í brautinni sem ekki er þorandi að hleypa umferð inn á.  Spáin er hjólamönnum ekki hliðholl á morgun, en ef aðstæður batna strax á morgun að þá verður send út önnur tilkynning þar sem tekið verður sérstaklega fram að brautin hafi verið opnuð.  Þar til sú tikynning birtist, verður brautin lokuð áfram.

Bolaöldubrautin lokuð – opnar aftur 1. maí kl. 12!

pict0012Næstu tvo daga verður motokrossbrautin í Bolaöldu lokuð vegna breytinga og lagfæringa. Veðurspáin er ekki góð og því á að nota tímann núna til að vinna aðeins í brautinni, laga beygjur og ákveðna kafla. Hún verður  svo opnuð aftur á föstudaginn 1. maí kl. 12 í enn betra formi og skemmtilegri.

Krókurinn opnar á morgun

Motocrossbrautin á Sauðárkróki opnar á morgun laugardag. Brautin er í ágætu standi og nýbúið að ýta og vinna í henni en eitthvað er um blauta bletti.

MUNA AÐ KAUPA DAGSPASSA Í SHELL á krónur  1.000,- eða þeir sem vilja kaupa árspassa geta haft samband við Ástu Birnu í fagragerdi@simnet.is hann kostar ekki nema 10.000,-

Bolaalda í frábæru standi – lokuð til 15.59 á morgun

Ég kíkti aðeins í Bolaöldu áðan og hún leit mjög vel út. Rigningin í gær gerði rakastigið fullkomið, öll drulla og pollar horfnir 🙂 Spáin fyrir morgundaginn er mjög góð, heil sól og blíða. Garðar ætlar að laga alla palla á morgun og rippa brautina – hún verður því lokuð til kl. 15.59 stundvíslega en ætti líka að vera frábær um leið og hún opnar. Fyrstir koma – fyrstir fá, klárlega geðveika braut. Munið miðana í Kaffistofunni eða Olís.

Og vel á minnst – slóðarnir í Bolaöldu og Álfsnesið eru enn lokuð en við látum pottþétt vita um leið og við getum opnað þar.

Góð stemming við opnun Bolöldu síðasta fimmtudag

Bílastæði Bolöldu við opnun
Bílastæði Bolöldu við opnun

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem hefur áhuga á hjólamennsku, að Bolaalda opnaði með pompi og prakt fimmtudaginn 9. apríl og hefur hún aðeins einu sinni verið opnuð fyrr.  Var það 3 apríl árið 2007.  Var frábær stemning á svæðinu og óhætt að segja að bílastæðið hafi verið kjaftfullt af bílum, hjólum og skemmtilegu fólki sem var komið í þeim eina tilgangi að hafa gaman af því að vera til.  Ekki var hægt að kvarta yfir brautinni og er ljóst að Bolaalda á bara eftir að verða betri í sumar og er það von VÍK að hún muni eiga sitt blómaskeið í sumar með tilkomu vökvunarkerfisins sem sett var upp í lok síðasta sumars.  Mun VÍK reyna að fínstilla brautina betur eftir efnum og aðstæðum.  Síðan má ekki gleyma því að óðum styttist í Álfsnes og má vænta frétta þaðan í vikulok.  Á meðan bendum við á, að kaupa þarf miða í brautina og er hægt að gera það á Litlu kaffistofunni.  Enn að sjálfsögðu þurfa þeir ekki miða sem búnir eru að kaupa sér árskort á vildarkjörum VÍK.  Að lokum skal bent á að ekki er búið að opna fyrir enduroslóðana og biðjum við hjólamenn að virða það, þar sem landið er mjög viðkvæmt núna.  Nánar verður auglýst þegar opnað verður inn á slóðana.