Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Bolaöldubrautin opnar á morgun kl. 14

Garðar er búinn að vera á fullu í Bolaöldu síðustu daga og nú er hann klár í að opna brautina á morgun Skírdag kl. 14. Hann segir brautina vera í mjög góðu standi miðað við veðrið undanfarið, enginn klaki og engir pollar. Það þarf þó talsvert að týna af grjóti og rusli í kringum brautina og því óskum við eftir hjálp á milli 12 og 14 til að gera brautina og svæðið klárt. Þeir sem koma og týna keyra frítt en aðrir kaupa miða í Kaffistofunni eða Olís eða mæta með árskortið sitt.

Athugið að enduroslóðarnir eru þó enn lokaðir og verða enn um sinn.

Góða skemmtun.

MotoMos opnar í dag…..

Það er blautt en við ætlum að opna MotoMos kl 17 í dag,  því það er ekki hægt að halda strákunum á hlíðarlínunni lengur 🙂
Brautin er eingöngu fyrir vana hjólamenn því töluverð drulla er ennþá. Miðar eru seldir í N1 Þverholti. Ath það er stranglega bannað að hjóla í gryfjunum annarsstaðar en í brautinni.
Barnabrautin er ekki í tilbúin enda ekki séns að vera á litlum hjólum ennþá.
Brautin verður svo sléttuð aftur á laugardagsmorguninn.
Videóið hér að neðan var tekið í gær fyrir rigninguna miklu.

[flv width=“530″ height=“330″]http://www.motocross.is/video/mxgf/moso/OPNUN.flv[/flv]

MotoMos opnar í dag

Það er blautt en við ætlum að opna MotoMos kl 17 í dag,  því það er ekki hægt að halda strákunum á hlíðarlínunni lengur 🙂
Brautin er eingöngu fyrir vana hjólamenn því töluverð drulla er ennþá. Miðar eru seldir í N1 Þverholti. Ath það er stranglega bannað að hjóla í gryfjunum annarsstaðar en í brautinni.
Barnabrautin er ekki í tilbúin enda ekki séns að vera á litlum hjólum ennþá.
Brautin verður svo sléttuð aftur á laugardagsmorguninn.
Videóið hér að neðan var tekið í gær fyrir rigninguna miklu.

[flv width=“530″ height=“330″]http://www.motocross.is/video/mxgf/moso/OPNUN.flv[/flv]

Vorið að koma :)

Það er búið að vera skemmtilegt í sandinum í vetur og hér er smá upptaka sem ég náði af
Eyþóri #899 á 70 km hraða út um gluggann á bílnum, þið fyrirgefið hristinginn.
Og svo er smá preview af nýjasta kaflanum í MotoMos.

[flv width=“460″ height=“310″]http://www.internet.is/mx/mx/gf/gf.flv[/flv]

Sumar í Búlgaríu

Það var heldur betur sumar og sól í Búlgaríu í dag. Þar fór fram önnur umferðin í MX1 í heimsmeistarakeppninni í motocorssi. Hér er smá video frá dótturfélagi MXTV..


Vor í lofti

Það var vor í lofti á Ítalíu í gær þegar fyrsta umferðin af heimsmeistarakeppninni fór fram. Það rigndi sem sagt eins og enginn væri morgundagurinn. Seinni umferðinni var aflýst en hér er videoklippa frá fyrri umferðinni í mx1.