Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Heimsmeistaramótið í Motocross byrjar á sunnudaginn

Hliðin falla kl. 10:00 á sunnudaginn
Hliðin falla kl. 10:00 á sunnudaginn

Heimsmeistaramótið í Motocross hefst á sunnudaginn.  Fyrstu tvær umferðirnar verða í Faenza á Ítalíu og mæta 30 lið til leiks.  MX1, heimsmeistararnir Steve Ramon og David Philippaert munu reyna að ná fyrri hæðum, en það verður ekki auðvelt þar eð fjöldi toppökumanna hafa sömu markmið og þeir.  Meðal annarra mun MX2 heimsmeistarinn, Antonio Cairoli, reyna fyrir sér í fyrsta sinn í MX1.  Eins og endranær verður ekkert gefið eftir fyrr en þeim köflótta er veifað.
Hver umferðin rekur aðra fram á haustið og endar veislan með  ‘MX of Nations’  þann 3. og 4. október – að þessu sinni á Ítalíu.
Þeir sem hafa aðgang að ‘Motors TV’ geta fylgst með mótinu í beinni n.k. sunnudag.  Útsending hefst kl. 10:00.

Vortilboð á árskortum í brautir VÍK

motogp10.gifFélagsmönnum VÍK stendur til boða að kaupa árskort í brautir félagsins á sérstöku vortilboði til að hvetja menn til að kaupa kortið snemma. Árskortið mun kosta 29.000 kr. í sumar fyrir stór hjól í en fram til 1. apríl verða kortin seld á 25.000 kr. Árskort fyrir minni hjólin kosta kr. 14.500,- en verða seld á 12.500 kr. til 1. apríl. Þess má geta að stjórn VÍK er að leita leiða til að geta boðið öllum undir 18 ára aldri að nýta Frístundakortið til að kaupa árskortin, þetta er þó ekki 100% klárt ennþá.
Fyrir utanfélagsmenn kostar kortið 48.000 og 23.500 kr. fyrir minni hjólin. Aðild að VÍK er því fljót að borga sig þó menn keppi að sjálfsögðu fyrir sitt heimafélag áfram.
Kortin eru til sölu hér á www.motocross.is og verða skráð á viðkomandi notanda. Eigandi kortsins má einn nota kortið, óháð því hvaða hjóli hann ekur, en verður alltaf að hafa kortið á hjólinu á greinilegum stað. Það er engin spurning að kortið er frábær kostur – bara þægindin við að þurfa ekki að koma við á bensínstöðinni er hellings virði! Lesa áfram Vortilboð á árskortum í brautir VÍK

Geðveikt næturmotocross!

Næturmotocrossið í Bolaöldu í gærkvöld var hreinasta snilld. Frábært veður, stafalogn, tunglskin og 10 stiga frost. Kuldinn skipti ótrúlega litlu máli. Brautin var ótrúlega flott, uppstökk og lendingar mjög góðar. Að vísu var brautin aðeins þrengri en vanalega en það kom ekki svo mikið að sök. Flottast við þetta var samt að sjá ljósashowið af 15 hjólum, höfuðljósum og ljósakerrum um alla braut – hrein snilld! Á laugardaginn er sama spáin þannig að það lítur vel út með helgina og engin ástæða til að láta sér leiðast um helgina.

Painterinn helæstur eins og vanalega! :)
Painterinn helæstur eins og vanalega 🙂

Ps. menn hafa mikið spurt um slit á nagladekkjum – við teljum það vera mjög lítið í þessu. Brautin er þakin snjó, undirlagið er gaddfreðið og gripið mjög svipað og á ísnum þannig að dekkin eru jafngóð eftir

Næturmotocross í Bolaöldu á fimmtudagskvöldið kl. 20

Á fimmtudagskvöldið verður gerð tilraun með að keyra næturmotocross í Bolaöldubrautinni. Þeir sem prófuðu brautina um helgina voru gríðarlega ánægðir með aðstæður og skemmtu sér frábærlega. Við erum búnir að fá lánaðar tvær ljósakerrur sem lýsa brautina mjög vel upp í snjónum. Garðar mætir snemma og fer yfir brautina eftir þörfum og gerir húsið og kaffið klárt.Nú er bara að mæta með trella/karbíta undir hjólunum og láta vaða. Miðarnir fást í Litlu kaffistofunni – sjáumst annað kvöld.

MXTV viðtal

Þá er komið að Guðmundi Kort sem er akstursíþróttamaður AÍH 2008. Hann varð Íslandsmeistari í 85cc flokki auk þess að hann vann sama flokk á Landsmóti UMFÍ. Kíkið á viðtal við strákinn.

[flv width=“400″ height=“250″]http://www.motocross.is/video/mxgf/kort/KORT99.flv[/flv]

Spurningakeppni MXTV

Árið er ?
Keppnin er ?
Flokkurinn er ?

Hint:
Þegar karlmenn keyrðu 2 stroke,
Það voru 5 Súkkur á startlínu,
Það var stokkið yfir veginn,
Aron Ómars var ennþá á barnahjóli,
Maggi formaður var þarna að rústa startinu.

[flv width=“400″ height=“315″]http://www.motocross.is/video/mxgf/selfoss/sel.flv[/flv]
Svarið með kommenti hér fyrir neðan, sá heppni vinnur
bol frá Kristjáni Geir í MXSport, dregið verður úr réttum svörum.

Vinningshafinn verður birtur fljótlega hér fyrir neðan.