Kreppukeppnin fór fram í blíðskaparveðri í Þorlákshöfn í dag. Reyndar var þetta eiginlega bliðskapa-rgluggaveður því það var um 20 stiga frost þegar vindkælingin var tekin með. Þorlákshafnarmenn létu þetta ekkert á sig fá og brautin þeirra var í góðu standi, hörð og nánast klakalaus. Keppendur mættu vel búnir til leiks með lúffur og andlitsgrímur. Menn og konur sýndu að ekkert mál er að búa hér á hjara veraldar.
Þakka ber skipuleggjendum keppninnar fyrir framtakið og skemmtilegt að sjá að menn nenni að standa í þessu yfir háveturinn. Ekki skemmdi fyrir stemmningunni að það voru sérsmíðaðir verðlaunagripir fyrir alla sem komust á verðlaunapall auk þess sem þeir fengu roð- og beinlaus ýsuflök og sigurvegarar kassa af humri.
Atli #669 vann Opna flokkinn og Valdi #270 varð í öðru sæti…nánari úrslit og myndir á eftir.