Lolla var auðvitað á MXoN og smellti af örfáum myndum. Hér er afraksturinn..
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
Innibrautin í fullum gangi
Í dag 1.október áttum við fund með hæstvirtum bæjarstjóra Reykjanesbæjar Árna Sigfússyni. Hann tók vel á móti okkur á skrifstofu sinni. Skemmst er frá því að segja að hann tók alls ekki illa í hugmyndina og vill að við förum í að athuga með hávaðamengun frá húsinu að nærliggjandi byggð. Sýslumaðurinn í Reykjanesbæ hafði áður sagt munnlega að sín vegna væri þetta allt í góðu að uppfylltum skilyrðum. Bæjarstjórnin yrði að gefa leyfi, húseigandi yrði að gefa leyfi og svo þarf að tryggja dæmið.
Bandaríkjamenn sigruðu
Bandaríkjamenn sigruðu Motocross of Nations keppnina sem lauk í dag. Sigurinn virtist vera nokkuð öruggur þangað til að James Stewart datt í síðasta mótói eftir að hafa keyrt á heybagga og það tók hann mjög langan tíma fyrir hann að koma hjólinu aftur í gang. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að þeir sigruðu keppnina í 19 sinn, Frakkar voru í öðru sæti og Belgar í því þriðja, einu stigi á undan Bretum sem náðu fjórða sæti. Myndir frá keppninni í dag eru komnar inn á vefalbúmið.
Frábær keppni
Strákarnir okkar voru að klára B-final keppnina á Motocross of Nations og stóðu þeir sig allir mjög vel. Aron var þó að standa sig best og sýndi snilldartakta í brautinni sem var mjög erfið og sleip, en um leið og það var startað byrjaði að rigna og aðstæður voru því mjög erfiðar. Aron endaði í 29 sæti, Valdi í 35 og Einar í 36 sæti. Liðið endaði því í 11 sæti í heildina og fyrir neðan okkur voru Venuzuela og Mongólía. Brasíla vann, Írar urðu í öðru sæti og Rússar í því þriðja. Nokkrar myndir eru komnar inn á vefalbúmið. Aðalkeppnin hefst svo kl. 13.OO og verður sýnt frá henni á Eurosport bæði í sjónvarpi og á netinu.
Reynsluakstur í Sólbrekku
Hann Jói Kef mun bjóða öllum að reynsluaka Suzuki RMZ 250 og RMZ 450 í Sólbrekku á morgun á milli kl. 13 og 15. Allir velkomnir.
ATH! Ökumenn aka á sinni eigin ábyrgð.
Ráslisti fyrir morgundaginn MXofN
Team Iceland í B flokk á morgun. Liðið okkar endaði í 31 sæti af 32 liðum, Svíþjóð og Noregur eru einnig í B flokk á morgun. Þurftum ekki nema 2 stig (2 sæti) til að vinna Noreg. Sjá listan hér að neðan.