Þá er kominn keppendalisti fyrir MXON sem haldið verður í Donnington park þann 28.sept.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
Stóru strákarnir á MXTV
Þá er komið að stóru strákunum að komast að á MXTV. Hér er klippa úr MX1 og MX2 úr 4.umferð íslandsmótsins í Motocrossi sem haldin var á Sauðárkróki um síðustu helgi. Lesa áfram Stóru strákarnir á MXTV
Íslenska MXON liðið
Stjórn MSÍ hefur valið landslið í Moto-Cross til þáttöku á MX of Nations sem fram fer dagana 27. og 28. september á Donington Park brautinni á Bretlandi. Ísland er í 29. sæti á heimslista FIM fyrir MX of Nations keppnina 2008 og munu Íslensku keppendurnir bera eftirfarandi númer.
MX1 = 85, MX2 = 86 og MX3 = 87 Landslið Íslands sem valið hefur verið til þáttöku á MX of Nations 2008 skipa þeir Valdimar Þórðarson á Yamaha YZ-F 450 í MX1 flokki, Aron Ómarsson á Kawasaki 250 KX-F í MX2 flokki, Einar Sigurðarson á KTM 505 SXS-F í MX3 flokki.
Liðstjóri liðsins er Haukur Þorsteinsson.
Team Iceland á MXoN ´08
MX of Nation 2008 fer fram á Donnington Park brautinni á Bretlandi dagana 27. og 28. september. MSÍ mun senda 3 manna landslið á keppnina og munu þeir flokkast í MX1, MX2 og MX Open flokka. FIM alþjóðasambandið hefur gefið út númeralista fyrir keppnina í ár og er Team Iceland með rásnúmer 85 = MX1, 86 = MX2 og 87 = MX Open.
Stjórn MSÍ ásamt Motocross og Enduro nefnd mun velja keppendur til þáttöku í þessa aðra MX of Nation sem Ísland tekur þátt í eftir 3. umferð
Íslandsmótsins í MX sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina.
Tilkynnt verður um landsliðshópinn ásamt liðstjóra á vef MSÍ www.msisport.is
miðvikdaginn 6. ágúst.
kveðja,
Stjórn MSÍ
BREAKING NEWS
Við rjúfum dagskránna til að tilkynna að MX-TV er komið með nýjan þátt!!! Sjónvarpsveldið mætti á Álfsnes og fylgdist með annarri umferð Íslandsmótsins. Þetta er líklega einn besti þáttur sem stöðin hefur gert til þessa og má sjá gríðarlega góða hluti hjá special effects deildinni.
( ) Já ég vil verða vitni að dýrðinni
( ) Nei ég fer bara á aðra síðu
Strandamenn komnir á kortið
Fyrsta motocrosskeppnina á Hólmavík var haldin á Hamingjudögum um helgina. Samkvæmt fréttum á heimasíðu Geislans, sem er motocrossfélagið á staðnum heppnaðist keppnin mjög vel og 18 keppendur mættu til leiks í þremur flokkum.
Í unglingaflokki sigraði Friðrik Mánason og í Fullorðinsflokki sigraði Kristján Páll Guðmundsson.
Ekki er annað að sjá af þessum myndum en aðstæður séu flottar á Hólmavík og við bjóðum Strandamenn velkomna í hringiðuna.
Lesa áfram Strandamenn komnir á kortið