Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Frábær krakkakeppni!

Mjög vel heppnuð krakkakeppni fór fram á svæðinu okkar við Bolaöldu í gær og voru keppendur um 25 talsins. Mikið var um tilþrif og skemmtu sér allir konunglega. Veturkonungur minnti þó aðeins á sig og var orðið frekar kalt undir það síðasta en grjótharðir keppendur létu það ekki á sig fá…

Viljum við þakka öllum sem mættu og hjálpuðu okkur á keppninni, en þó sérstaklega Pálmari fyrir allt því án hans væri keppnin ekki eins glæsileg og raunin var, en einnig viljum við þakka Palla yfirgrillara sem sá til þess að enginn færi svangur heim! Jafnframt viljum við þakka þeim sem gáfu verðlaunin okkar sem voru ekki af verri endanum, en það eru: Dominos, Metro, Sena, Vífilfell og Myndform.

Æfingar halda áfram og er næsta æfing á morgun miðvikudag kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85 og stærri. Hvetjum alla sem mættu á keppnina (og hina sem ekki mættu) til að mæta á æfinguna og vera með okkur, því þetta snýst einnig um félagsskapinn sem fylgir þessu 🙂

Æfingar verða svo einnig í vetur og verðum við úti eins lengi og við getum og förum svo inn í Reiðhöllina.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Takk fyrir daginn!!!

Í dag var haldin flott styrktarkeppni fyrir landsliðið í Álfsnesi, mikill fjöldi keppenda var mættur og áttu allir góðan dag. Úrslitin eru komin inn á Mylaps: http://www.mylaps.com/results/showevent.jsp?id=831326

Fréttir RÚV í kvöld


Dagsskrá fyrir MXON styrktarkeppni í Álfsnesi á morgun!!!

Opið verður fyrir skráningu á keppnisstað.  Mæting fyrir óskráða er kl 10:30 og keppnisgjald er 5.000.- þarf að greiðast með pening.

Dagskrá 2.09.2012

10:30 Skráningu lýkur
11:00 Mæting  / Skoðun
11:30 – 11:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C Heiðursmenn)
12:00 – 12:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
12:20 – 12:50 Hlé

13:00 – 13:15           1. moto MX 85 & Kvenna
13:20 – 13:35            1. Moto  C Heiðursmenn flokkur
13:40 – 13:55            1. Moto MX B flokkur
14:00 – 14:15            1. Moto MX Open

14:20 – 14:35            2. Moto MX 85 & Kvenn
14:40 – 14:55            2. Moto C Heiðursmenn flokkur
15:00 – 15:15            2. Moto MX B flokkur
15:20 – 15:35            2. Moto MX Open
16:00     Verðlaunarafhending.

Keppnisstjóri                Guðbergur Guðbergsson
Brautarstjóri                 Halldór Jóhannsson
Ræsir                                   Jón helgi Pálsson
Tímatökumeistari    Keli Formaður

Miklar breytingar á Álfsnesi

Álfsnes 2012 - Myndir Eyþór Reynisson
Fleiri myndir eru í vefalbúminu okkar – smellið á mynd

Talsvert miklar breytingar eru i gangi á Álfsnesi um þessar mundir. Tilefnið er styrktarkeppni fyrir MXoN liðið okkar sem mun keppa í Belgíu í lok september.

Brautinni og reyndar aðstöðunni allri hefur verið talsvert mikið breytt. Vestasti hluti brautarinnar hefur verið skorinn af og í staðinn bætt við kafla syðst í brautinni (nær barnabrautinni). Þetta gerir það að verkum að brautinn öll er nær pittnum heldur hún var. Enn betra er að risa-áhorfendasvæði hefur verið gert sem er með mikið og gott útsýni yfir nánast all brautina, sem var nú kannski galli á Nesinu áður.

Skráning í MXoN keppnina fer fram hér og hvetjum við auðvitað alla til að skrá sig og njóta þessara flottu breytinga (og auðvitað styrkja strákana).

Reynir brautarstjóri vill koma á framfæri miklum þökkum til Frostfisks fyrir stuðningin við brautargerðina.

Brautin er lokuð fram að keppni.

Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept


Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á sunnudaginn í Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open:MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK,Unglingaflokkur, +40 )
  • C flokkur: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár, hugsaður fyrir byrjendur

Lesa áfram Styrktarmót fyrir MXON í Álfsnesi sunnudaginn 2.sept