Núna er orðið klárt hvar MXON verður haldið á næsta ári. England varð fyrir valinu og verður keppnin haldin 23 og 24 september í hinni sögufrægu Farleigh castle braut, sem er nálægt bænum Bath. Bath er 260 km vestur af Stansted, þannig að ekkert mál er fyrir okkur hér á klakanum að skutlast yfir hafið og kíkja á þetta. Hér er væntanleg heimasíða.
Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross
Segir sig sjálft…motocross
USA sigrar MXON
Drengirnir from the States sigruðu Motocross of Nations í gær. Ricky Carmichael á Suzuki var alveg í sérflokki og hreint með ólíkindum að sjá hvað drengurinn fer létt með þetta. Hann sigraði bæti mótoin sín ( 1-1), Kevin Windham á Hondu kláraði 3-5 og Ivan Tedesco á Kawasaki 6-17. Þetta dugði USA til að taka 16. sigur sinn í MXON. Aðrir í röðinni urðu Frakkar með Pichon fremstan í flokki og þriðju urðu Belgar. Í einstaklingskeppninni var það auðvitað RC sem vann MX1, Ben Townley á KTM vann opna flokkinn og Ivan Tedesco sigraði MX2. Menn voru einna svekktastir með Everts nífalda heimsmeistarann, hvernig hann týndist aftast í þvögunni og skilaði sér aðeins í níunda og fimmta sæti. 36000 áhorfendur voru á svæðinu í góðum gír.
Lesa áfram USA sigrar MXON
MXON á Eurosport
Það verður sýnt frá Motocross of Nations í dag á Eurosport, seinni umferðinni í MX1. Samkvæmt dagskránni hjá þeim er þetta sýnt 18:15 CET, þannig að við erum 2 tímum á eftir, sem gerir að þátturinn byrjar 16:15 hjá okkur.
Lesa áfram MXON á Eurosport
Myndir af brautinni
Svona til að fylgja þessu aðeins eftir þá eru hér nokkrar myndir af brautinni í Ernee þar sem MXON fer fram um helgina. Glæsileg braut sem er 1550 metrar á lengd !
Lesa áfram Myndir af brautinni
MXON um helgina
Núna um helgina verður haldin Motocross of Nations keppnin, sem eru hálfgerðir Ólympíuleikar í motocrossheiminum. MXON var haldin fyrst fyrir 57 árum og er nú haldin í sjöunda skipti í Frakklandi. Veðurspáin er frábær og allt að fyllast af fólki og fréttst hefur af hópi Íslendinga sem ætla að mæta á svæðið.
Það verður mögnuð spenna þetta árið, þar sem tveir af öflugustu motocrossökumönnum sögunnar eru mættir, þeir Stefan Everts nífaldur heimsmeistari og Ricky Carmichael sem hefur unnið tólf Supercross titla
Lesa áfram MXON um helgina
Tjaldferðalag á MXoN
Það er ekki nein skiplögð ferð á vegum ferðaskrifstofu í boði í ár. Hinsvegar ætla nokkrir einstaklingar að taka sig saman og fara á keppnina. Ferðaáætlunin er eftirfarandi:
Flug til París á föstudagsmorgun 23. sept. með Icelandair og tl baka á mánudag 26. sept. Ódýrast að bóka sjálfur á netinu. Verð eins og er ca 35.000 kr flugmiðinn.
Farið beint til Ernee á föstudeginum með bílaleigubíl eða rútu og gist í tjaldi. Dvalið á keppnisstað til
Lesa áfram Tjaldferðalag á MXoN