Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Motcross of Nations

Þá er að verða klárt hvaða lönd senda lið á Motcross of Nations sem haldið er að þessu sinni í Frakklandi. Gaman verður að sjá hvað kemur út úr þessu í ár, en Bandaríkjamenn senda núna lið…. og það enga smá kalla, því þarna verða Ricky Carmichael, Ivan Tedesco og Kevin Windham.  Það verður því gaman að sjá hvernig þeir standa sig í slagnum við sigurvegarana frá í fyrra sem voru Belgarnir Everts, Ramon og Strijbos.
Það vekur athygli að þjóðir eins og Íran, Guatemala, Cypur og Columbía taka þátt,….. en ekki Ísland !?! Nú er um að gera að hysja upp um sig buxurnar og stefna á stóra hluti á næsta ári 😉  Hér er þáttakandalistinn.
Lesa áfram Motcross of Nations

Úrslitin frá Sólbrekku, Ragnar Ingi ÍSLANDSMEISTARI !!

Ragnar Ingi innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í Motocross í síðasta mótoi mótsins. Útlendingarnir voru þó rosalega hraðir og sigraði Mats Andersen daginn. Kári Jónsson keyrði feiknavel og náði 3ja sæti á eftir Ragga sem varð annar over all.
Fjórði var Valdi en hann viðist vera að keyra hraðar á tvígengishjólinu heldur en 450 sleggjunni sem hann
Lesa áfram Úrslitin frá Sólbrekku, Ragnar Ingi ÍSLANDSMEISTARI !!

Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur verið send á alla fjölmiðla:

Á morgun, föstudaginn 22. júlí kl. 16:00 verður undirritaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni samningur milli Vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK), Landssambands Íslenskra Vélsleðamanna, Reykjavík (LÍV-R) annars vegar og Sveitarfélagsins Ölfus hins vegar um afnot af svæði sunnan við Litlu kaffistofuna og inn í Jósepsdal undir æfingaakstur torfæruhjóla og vélsleða. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og verður viðstödd undirritunina á morgun.
Lesa áfram Samningur um endurosvæði í Jósepsdal / Bolöldu undirritaður á morgun!

PIZZA 67 motocross í Vestmannaeyjum

PIZZA 67 Motocross Vestmanneyjum 21/8 04

Ljóst er að flokkaskipting hefur ekki gengið eins og til var ætlast þegar farið er að líða á keppnistímabilið. Þrátt fyrir að hafa farið vel af stað þá vantar nú sárlega keppendur í A & B flokk og erum við því tilneyddir til þess að slá þeim saman. Viðbrögð við því að þessi staða kæmi upp voru rædd á fundum í vetur og komumstum við þá að þeirri niðurstöðu að ef færri en 15 væru í báðum flokkum þá yrðu þeir keyrðir saman. Þó yrði stigagjöf aðskilin. Þetta kom fyrir í seinustu keppni og var ætlunin að slá flokkunum saman (A og B) en sökum mikillar óánæju vegna stutts fyrirvara ákvað keppnisstjóri að falla frá því. Í Vestmanneyjum er allt útlit fyrir að flokkarnir verði keyrðir saman og er þá þeim sem ekki treysta sér til að keyra með A flokki bent á að skrá sig í unglinga eða C-flokk. Einnig eru þeir sem hafa verið framarlega í C-flokk hvattir til að skrá sig í A eða B og láta á það reyna hvort þeir eiga ekki fullt erindi þangað. Pizza 67 og Gámþjónusta Vestmanneyja ætla að styrkja okkur í þessari keppni. Ætlum við að biðja alla keppendur og starfsfólk að leggjast á eitt og gera þessa seinustu motocrosskeppni sumarsins slysalausa og skemmtilega.

Með kveðju Motocrossnefnd.