Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Íslandsmótinu í motocrossi lokið

6. og síðasta umferð í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi fór fram í dag í Bolaöldu. Aldrei þessu vant þurfti ekki að vökva brautina en náttúruöflin sáu alfarið um það. Viktor Guðbergsson kom sá og sigraði en Sölvi Borgar var þó aldrei langt undan. VÍK þakkar öllum keppendum, áhorfendum og öllum sem hjálpuðu til fyrir daginn. Takk fyrir okkur.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

MX Open

  1. Viktor Guðbergsson  (Íslandsmeistari)
  2. Sölvi Borgar Sveinsson
  3. Ingvi Björn Birgisson

Lesa áfram Íslandsmótinu í motocrossi lokið

Flaggara vantar fyrir mótið á morgun.

Þar sem keppendur eru fáir þá erum við í vandræðum með flöggun á nokkrum pöllum á morgun.  Hér með er auglýst eftir sjálboðaliðum til að aðstoða okkur við það. Ekki verður hleypt út í braut nema að flaggarar séu til staðar. Í boði eru miðar í brautina ásamt hádegismat.

Áhugasamir geta sent emil á vik@motocross.is eða haft samband í síma 777 5700

Óli G.

Fjör í Bolaöldubrautum í gærkvöldi.

Múgur og margmenni að horfa á snillinga hjóla.

Enda var allt að gerast. Krakkamót var í 85cc brautinni sem að þjálfarar félagsins sáu um í dyggri umsjá Pálmars P. Gaman að sjá framtíðina takast á brautinni, þvílík ánægja og áhugi sem skín af þessum krökkum.  Allir fengu verðlaun og medalíur, Bína Bleika verðlaunaði síðan alla keppendur með pylsum og gosi í lokin. Einnig var gaman að sjá hversu virkir foreldrarnir eru í barnastarfinu.

Í framhaldi af þessu verður næsta æfing á mánudaginn opin fyrir alla krakka sem vilja koma og læra meira og hjóla betur.

Eins og sést á forsíðumyndinni þá hefur húsið tekið stórkostlegum breytingum, búið er að klæða 3/4 af húsinu og hefur einvalalið staðið sig frábærlega þar.

Brautin verður opin í dag frá 16.00 – 21.00. Svo er það stóri vinnudagurinn á morgun, Föstudag. Við þurfum að klára frágang í kringum brautina ofl. Okkur sárvantar fólk til að aðstoða okkur. Vinnutíminn er frá 18:00 gerum ráð fyrir að klára þetta á 2 klst. Lesa áfram Fjör í Bolaöldubrautum í gærkvöldi.

Dagskráin fyrir bikarmótið á morgun – hægt að skrá sig á staðnum í fyrramálið

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn.  Mæting er klukkan 09:00 og skoðun 09:30.  Tímataka og æfing byrjar klukkan 10:00.  Ef þú gleymdir eða fyrir einhverjar sakir gast ekki skráð þig til keppni, að þá áttu ennþá möguleika á að vera með.  Nóg að mæta á morgun með hjól, góða skapið, aur og tímasendi, ef þú ert ekki að fara taka þátt í C-flokk, því hægt verður að skrá sig á staðnum á milli kl.09:00 og 09:30.  Sem sagt, ökumenn sem hafa áhuga hafa hálftíma til að ganga frá skráningu í keppnina.  Ítreka að við áskiljum okkur rétt til að hnika til dagskránni eftir þörfum.

Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Það er vægast sagt hriklega flott spá fyrir síðustu umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram í MotoMos á laugardaginn.  Spáð er glampandi sól, ekki ský á himni og því glampandi sól.  Já, veðurguðinn ætlar að skarta sínu besta á keppnisdag.  Verið er að taka brautina hressilega í gegn og lofar Balli, Snorri og þeir sem eru að vinna á ýtunni að hún muni líta hrikalega vel út.  Skráning hefur farið ágætlega af stað og nú þegar eru nokkrir komnir í C-flokk sem sést ekki á vef MSÍ þar sem það er skráð með því að senda póst beint á MotoMos.  SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD Á VEF MSÍ en besta uppskriftin af eðal laugardegi er að keppa á laugardaginn í bikartmótinu og fara svo á menningarnóttina í bænum.  Gerist ekki betra.  Koma svo, skrá sig og hafa gaman af þessu og gera laugardaginn eftirminnilegann með þátttöku. Lesa áfram Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Bolaöldubrautir

Bolaöldubrautirnar skörtuðu sýnu fegursta í gærkvöldi. Fullkominn raki, frábær uppstökk og lendingar, ruttsar hér og þar, engin kvöldsól að bögga, fullt af fólki að leika sér, háþrýstidæla til að hreinsa hjólin áður en haldið var heim á leið. Meira að segja tók einn góður maður flugferð út í móa þar sem hann gleymdi sér í hamingjunni og stökk þar sem ekki átti að stökkva 🙂 .  Dagurinn í dag verður á sama veg: Fullkominn raki, frábær uppstökk og lendingar, Garðar sveittur við að viðhalda brautinni til kl 16:00. Og þá verður= Fullt af fólki að leika sér og allir með árs – miða á hjólunum.  Gaman saman. 

Þar sem síðasta MX keppni ársins verður í Bolaöldubraut þá er vert að minnast þess að síðasti dagur til að æfa sig verður Miðvikudagurinn 22.08.12. Nú er um að gera að nýta sér veðrið og aðstæður.

Brautarstjórn

PS: Heyrst hefur að : “ K- formó“ hafi misst sig í gleðinni og hafi ekki yfirgefið brautina fyrr en um 8 leytið í morgun, þvílík var hamingjan.