Greinasafn fyrir flokkinn: Motocross

Segir sig sjálft…motocross

Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn

Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa?  Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig.  Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu.  Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang.  Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi.  Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir.  Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda.  Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi.  Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð.  Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.

Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður.  Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra

 

3. umferð SUZUKI bikarmótsins, skráið ykkur!!

Opnað hefur verið fyrir skráningu í 3. umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram á akstursíþróttasvæði Moto-Mos í Mosfellsbæ laugardaginn 18. ágúst. Skráning er opin til kl: 21:00 fimmtudaginn 16. ágúst.

Leiðrétting á úrslitum frá Akureyri

Þau leiðu mistök urðu við útreikning stiga í kvennaflokki að Signý sem kláraði ekki 1. moto fékk stig við útreikning stiganna en hefði átt að vera stigalaus. Með því lenti hún ranglega í þriðja sæti. Þetta var auðvitað ekki rétt. Þess í stað átti Einey Ösp Gunnarsdóttir að fá 3ju verðlaun í kvennaflokki. Við biðjumst afsökunar á þessu. Úrslitin á MyLaps hafa verið uppfærð.

Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

KKA hélt í dag 5. umferð Íslandsmótsins í motocrossi með glæsibrag á frábæru svæði sínu ofan við Akureyri. Öll aðstaða, veður og braut voru nánast eins og best varð á kosið ef frá er talinn frískur vindur sem gerði annað slagið vart við sig. Keppnin gekk einnig vel fyrir sig, lítið sem ekkert um óhöpp og flott stemning. Öll úrslit og tímar eru komnir á MSÍ síðuna hér: http://msisport.is/pages/urslitogstada/ Helstu úrslit urðu sem hér segir: Lesa áfram Frábær keppni á Akureyri – úrslit og tímar komnir á MyLaps.com

Bolaöldusvæðið í fínu formi.

Loksins höfum við fengið rigningu og þar af leiðandi er bæði brautir og slóðar í fínu formi. Um að gera að nýta tækifærið og hjóla af sér afturendann í dag. Aron og Sandra standa sig eins og hetjur við að halda svæðinu fínu og flottu. MX brautirnar opna kl 16:00. Munið eftir miðum  eða árskortum Á HJÓLUNUM.

Brautarstjórn.

Fjör á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Svona var stemmingin á Akureyri. Viktor # 84 með peggascrubb. Mynd fengin að láni hjá Róberti Magnússyni.

Akureyringar eru með góða braut að venju, góð aðsókn var í brautina hjá þeim og mikið fjör. Greinahöfund rekur ekki minni til þess að hafa sjéð jafnmarga við æfingar í sumar. 

 Minni keppendur á að skráningu í mótið lýkur kl 21:00 í kvöld. ATH að skráningartíminn er samkvæmt MSÍ ekki ykkar klukku, skrá sig tímalega til að forðast væl og vesen. Lesa áfram Fjör á Akureyri um verslunarmannahelgina.