
Sverrir mótormyndasmiður fær stórt takk fyrir myndina
Veðrið var umtalsvert betra í dag eftir að keppninni var frestað í gær. Þá sló vindinum upp í 37 m/s á Kjalarnesinu en í dag var nánast logn og sól í Mosóbrautinni. Þar var allt í toppstandi, brautin flott og aðstaðan orðin frábær.
Í MX Open var Eyþór alveg í sérflokki og rúllaði hreinlega upp deginum og þar með MX2 líka, Guðbjartur varð annar og Sölvi þriðji eftir harða baráttu. Í kvennaflokki varð Anita í fyrsta sæti, Brynja önnur og Gyða í þriðja sæti. Hlynur varð í fyrsta sæti í MX Unglingaflokki, Viðir Tristan í 85 flokki og Haukur Þorsteins í 40+ flokki.