Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Tiltektardagur í MotoMos

Tiltektardagur á morgun í Motomos, ætlum að hittast og taka til í húsinu, skrúfa niður sprinklera og rétta við stangir í brautinni og tína nokkra steina:) 1-2 tíma vinna. Pulsa, kók og hjóla frítt fyrir þá sem nenna að vinna 🙂 Mæting kl 13:00.

Lokað í Motomos í kvöld !

Það er lokað í Motomos í kvöld vegna lagfæringar.  Opið á morgun frá kl 10-21.

Old boy´s æfing í Motomos í kvöld

Old boy´s og B æfing í Motomos í kvöld kl 18:00. Allir velkomnir, kostar ekkert að vera með, bara mæta með miða ;-)Skemmtilegast er að sem flestir mæti, komin fín aðstaða, kaffi og klósett:)  Sjáumst hress.    Ætlum að vera með þessar æfingar 2 í viku, á miðviku og sunnudögum á meðan veður leyfir.  Æfingarnar snúast aðalega um að hjóla saman, leynitrikk rædd og síðan höfum við tekið 3-4 moto, með starti.  Ofsa gaman 🙂

Old boy´s í Motomos sunnudag.

Jæja þá er komið að sunnudagsæfingunni hjá okkur, old boy´s og B ökumenn.  Mæting kl 11,  sjáumst í Motomos.

Maður kemst ekki í landsliðið ef maður æfir ekki neitt 😉

Göngur í Landnámi Ingólfs

Verið er að smala fé til rétta í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, fyrri leit dagana 17.-19.september,og seinni leit dagana 1.-3. október n.k., allt frá Reykjanesskaga til Kjósar og þar með á Mosfellsheiði, á Hellisheiði, á Hengilssvæðinu og í Grafningsfjöllum.
Brýnt er að gangnamenn fái næði til að sinna störfum sínum þessa daga og er þess vinsamlegast óskað að fólk verði þá ekki á ferð á vélhjólum á þessum svæðum.

Með bestu kveðjum,
Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands