Skráning er hér með hafin í Næturenduroskemmtikeppni sem VÍK stendur fyrir. Keppnin verður haldin næsta laugardag, þann 16.okt og nánari upplýsingar er hægt að finna hér.
Skráning hér fyrir neðan.
MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar
Skráning er hér með hafin í Næturenduroskemmtikeppni sem VÍK stendur fyrir. Keppnin verður haldin næsta laugardag, þann 16.okt og nánari upplýsingar er hægt að finna hér.
Skráning hér fyrir neðan.
Tiltektardagur á morgun í Motomos, ætlum að hittast og taka til í húsinu, skrúfa niður sprinklera og rétta við stangir í brautinni og tína nokkra steina:) 1-2 tíma vinna. Pulsa, kók og hjóla frítt fyrir þá sem nenna að vinna 🙂 Mæting kl 13:00.
Old boy´s og B æfing í Motomos í kvöld kl 18:00. Allir velkomnir, kostar ekkert að vera með, bara mæta með miða ;-)Skemmtilegast er að sem flestir mæti, komin fín aðstaða, kaffi og klósett:) Sjáumst hress. Ætlum að vera með þessar æfingar 2 í viku, á miðviku og sunnudögum á meðan veður leyfir. Æfingarnar snúast aðalega um að hjóla saman, leynitrikk rædd og síðan höfum við tekið 3-4 moto, með starti. Ofsa gaman 🙂
Verið er að smala fé til rétta í Landnámi Ingólfs Arnarsonar, fyrri leit dagana 17.-19.september,og seinni leit dagana 1.-3. október n.k., allt frá Reykjanesskaga til Kjósar og þar með á Mosfellsheiði, á Hellisheiði, á Hengilssvæðinu og í Grafningsfjöllum.
Brýnt er að gangnamenn fái næði til að sinna störfum sínum þessa daga og er þess vinsamlegast óskað að fólk verði þá ekki á ferð á vélhjólum á þessum svæðum.
Með bestu kveðjum,
Ólafur R. Dýrmundsson
Bændasamtökum Íslands