Old boy´s og B æfing í Motomos í kvöld kl 18:00. Allir velkomnir, kostar ekkert að vera með, bara mæta með miða 😉
Skemmtilegast er að sem flestir mæti, komin fín aðstaða, kaffi og klósett:) Sjáumst hress.
Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos
MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar
Opin umræða um keppnishald í sumar
Nú þegar keppnistímabilinu er lokið og það er enn í fersku minni, ætlum við að opna fyrir umræðu um keppnirnar í sumar. Segið ykkar skoðanir hvort sem þær voru góðar eða slæmar, hvort sem þið voruð keppendur eða áhorfendur, hvort brautirnar voru góðar eða slæmar, hvort skipulagið var gott eða slæmt og svo framvegis.
Við erum að tala um allar keppnir; íscross, enduro, motocross, Klaustur og endurocross.
Reynum að forðast skítkast en koma heldur með hrós eða uppbyggilega gagnrýni.
Old boys æfing í MotoMos
Motomos barnabraut.
Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið
Uppfærsla:
Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!! Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.
Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.
Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.
Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.
Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.
______________________________________________________________________________
Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Hér eru flokkarnir sem keppt verður í
- Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
- Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
- Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
- H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.
Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.
Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.