Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

Opnunartímar Motomos.

Viljum minna á opnunartíma Motomos:
mánudaga til föstudaga er opið frá kl 10:00-21:00
laugardaga og sunnudaga er opið frá kl 10:00-18:00

Ástæðan fyrir þessum opnunartíma er sú að við erum það nálægt byggð, og við verðum að taka
tillit til íbúana á svæðinu í kringum brautina 😉

LEX Games um helgina

Í fyrra voru haldnir LEX Games í fyrsta skipti og vöktu þeir mikla lukku. Í ár á að gera enn betur og er þetta orðið að tveggja daga viðburði á tveimur stöðum.

Fyrri dagurinn verður á motocross svæði VÍK í Bolaöldu og seinni dagurinn verður í Aksturssvæðinu (Rally-Cross brautinni) við Krísuvíkurveg í Hafnarfirði.

Það verður ekkert slakað á í því að bjóða fólki uppá allt það skemmtilegasta sem jaðaríþróttir á Íslandi hafa uppá að bjóða. Þessu getur þú einfaldlega ekki misst af!!

Lesa áfram LEX Games um helgina

MotoMos, takk fyrir daginn :)

Afmælisdagur MotoMos heppnaðist frábærlega í dag,  viljum við þakka öllum sem lögðu á sig endalausa vinnu síðustu daga 😉
Snorri, eigum við að ræða þetta eitthvað ???    GEÐVEIKT 🙂

MotoMos 2 ára afmæli.

Jæja þá er brautin okkar í MotoMos orðin 2 ára, og í tilefni dagsins ætlum við að vera með smá húllumhæ á morgun 17. júní kl 13.
Eysteinn ýtusnillingur verður búinn að taka brautina í gegn:)   Balli er búinn að vera vinna í  braut fyrir yngstu snillingana, 65cc-85cc.   Einnig erum við að vígja húsið okkar og ætlum að bjóða upp á grillaðar pylsur, gos og kaffi.  Munið bara eftir miðum á N1 í Mosó 🙂  Sjáumst hress.

Motoveðurfréttir

Við hjá motocross.is erum að taka í notkun þessa daga nýjan hugbúnað þar sem við birtum veðurfréttir af sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum Veðurstofu Íslands. Veðrið verður birt fyrir þá veðurathugunarstöð sem er næst öllum helstu motocrossbrautum landsins. Til dæmis verður veðrið á Sandskeiði birt fyrir Bolaöldu.

Veðurstofan uppfærir veðrið á heila tímanum og gerist það sjálfkrafa hér hjá okkur í leiðinni. Aðeins mannaðar veðurathugunarstöðvar sýna myndrænt hvernig veðrið er, þ.e. með mynd af sólinni eða álíka.

Hér er sýnishorn fyrir Álfsnes þar sem veðurathugunin er á Geldinganesi, en annars er hægt að sjá veðrið við allar brautirnar sem eru í valmyndinni hér fyrir ofan í /að hjóla/brautir/

[iframe /wp-content/plugins/vedur/geldinganes/vedur.php 200 100]

Vinnudagur í MotoMos á sunnudag

Halló allir saman,

Nú ætlum við í Motomos að reyna að taka  til á svæðinu okkar og vantar hjálp 🙂
Vinna við húsið og reyna að festa niður dælur, skrúfa sprinklera upp aftur, vinna í brú, tína grjót og margt fleira.  Gott væri að fá sem flestar hendur, þá tekur þetta stuttan tíma 🙂
Mæting kl 12 á sunnudaginn og vinna til kl 16 og hjóla svo saman ………
Sjáumst hress,

Guðni F