Greinasafn fyrir flokkinn: MotoMos

MotoMos er Motocrossfélag Mosfellsbæjar

MotoMos brautin opin

Fyrir þá sem ætla ekki á enduro á morgun þá er MotoMos í mjög fínu standi.  Atli #669 er búinn að vera klappa brautinni í vikunni 🙂

MotoMos opin

Motomos er frábær í dag laugardag,  Atli #669 lagaði brautina í gær og hún er í fínu standi.  Koma svo!!!!
Hjólin á kerru og miði á N1 🙂

Staðan á Motomos

Brautin er í þokkalegasta standi í dag, Þriðjudag.  Var tekin í gegn að hluta til í gær.  Munið eftir miðum á N1 og
setja miðana á hjólið 🙂

MotoMos opin

MotoMos er opin, þar eru nú nokkrir að hjóla.

Það var unnið í að slétta hluta brautarinnar í vikunni þannig að hún ætti að vera í ágætis standi.

Munið eftir miðum hjá N1  í Moso. Góða skemmtun.

Black Beach Bakki keppninni frestað

Í fréttatilkynningu um fyrirhugaða keppni í Bakkafjöru 24. apríl stóð að skráning í keppnina mundi hefjast eftir páska.
Margir hafa beðið eftir að skráning hæfist, en það hefur dregist vegna fyrra gossins á Fimmvörðuhálsi og þar sem verið var að bíða eftir framvindu þess. Á miðvikudag átti að hefja skráningu, því það virtist eins og að svæðið væri að róast og þá dundu ósköpin yfir sem settu allt í stóra biðstöðu.

Lesa áfram Black Beach Bakki keppninni frestað

MotoMos lokuð í dag föstudag !

Brautin er lokuð í dag,  föstudag vegna bleytu.  Það verður opið á morgun ef það helst þurrt.

Minnum á að það er stranglega bannað að koma akandi á motocrosshjólum að svæðinu,
öll hjól á kerrum, miði á hjólin og þá verða allir glaðir 🙂